Erlent

Grikkir meta tjónið og hefja hreinsun

Hátt í hundrað húsa eyðilögðust í óeirðum í Aþenu í fyrrinótt. Fjármálaráðherrar evruríkjanna fagna nýjum niðurskurðaráformum grísku stjórnarinnar, sem fyrir sitt leyti hefur boðað til kosninga í apríl, að fenginni fjárhagsaðstoð.

Erlent

Glæpir framdir gegn mannkyni

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að Sýrlandsstjórn virðist notfæra sér óeiningu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að herða aðgerðir sínar gegn mótmælendum um allan helming.

Erlent

Skínandi stígur sviptur leiðtoga

Artemio, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Skínandi stígur, var handtekinn um helgina og fluttur strax á sjúkrahús vegna sára sem hann hlaut þegar til átaka kom við handtökuna.

Erlent

Whitney aftur komin á vinsældarlista

Hljómplötur söngkonunnar Whitney Houston eru enn á ný komnar á vinsældarlista. Safnplötur hennar eru í öðru sæti á vinsældarlista iTunes í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Erlent

Apple boðar úttekt á vinnuaðstæðum í Kína

Tæknifyrirtækið Apple hefur ákveðið að opna verksmiðjur sínar í Kína fyrir skoðun. Mannréttindasamtök munu á næstu dögum rannsaka verksmiðjur fyrirtækisins Foxconn en það annast framleiðslu á vörum Apple.

Erlent

Handtekinn á Schiphol

Lögreglan í Hollandi hefur handtekið mann sem læsti sig inni á klósetti á Schiphol flugvelli í Amsterdam og sagðist vera með sprengju innan klæða.

Erlent

Segja Írana ábyrga fyrir sprengjutilræðum í Ísraelska diplómata

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, fullyrðir að íranskir leyniþjónustumenn hafi ráðist að ísraelskum diplómötum á Indlandi og í Georgíu. Sprengju var varpað að bíl í Delhí með þeim afleiðingum að einn særðist og segja Ísraelar að svipað sprengjutilræði hafi farið út um þúfur í Tblisi höfuðborg Georgíu.

Erlent

Whitney á hvíta tjaldinu í síðasta sinn í sumar

Bíómynd með Whitney Houston í aðalhlutverki verður frumsýnd í sumar en söngkonan dáða lést um helgina. Myndin Sparkle er endugerð myndar sem bar sama nafn og kom út árið 1976 og var ein af uppáhaldsmyndum Houston. Í myndinni leikur Whitney móður þriggja systra sem hafa slegið í gegn og takast á við erfiðleika sem frægðinni fylgja.

Erlent

Sprengjuhótun á Schiphol í Amsterdam

Schiphol flugvöllur í Amsterdam hefur verið rýmdur að stórum hluta vegna sprengjuhótunar. Reuters fréttastofan hefur eftir lögreglu að fyrsta og annað terminal hafi verið rýmt og er verið að rannsaka byggingarnar. Schiphol er einn fjölfarnasti flugvöllur í Evrópu en óljóst er hvort flugumeferðin hafi eitthvað raskast af þessum völdum.

Erlent

Sýrland hafnar hugmyndum Arababandalagsins

Stjórnvöld í Sýrlandi hafna algerlega þeim hugmyndum Arababandalagsins að sendar verði friðargæslusveitir til Sýrlands en þær yrðu á sameiginlegu forræði bandalagsins og Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Miklar óeirðir á götum Aþenu í nótt

Miklar óeirðir voru á götum Aþenu og víðar í Grikklandi í gærkvöldi og langt fram á nótt meðan á umfjöllun þingsins stóð um skilyrðin fyrir nýju neyðarláni. Kveikt var í yfir 30 byggingum í borginni, þar á meðal kvikmyndahúsum, veitingastöðum og bönkum.

Erlent

Vega-flaug á loft í fyrsta sinn

Eldflaug af tegundinni Vega verður skotið á loft í fyrsta sinn, rétt fyrir hádegi í dag. Geimferðastofnun Evrópu hefur unnið að þróun flaugarinnar síðustu níu ár.

Erlent

Listamaðurinn fékk sjö verðlaun

Franska myndin Listamaðurinn fékk flest verðlaun á Bafta hátíðinni í kvöld, eða sjö talsins. Þar á meðal var hún valin besta myndin, en fékk jafnframt verðlaun í flokknum besti leikstjórinn, og besti leikari í aðalhlutverkum.

Erlent

Trylltur maður olli næstum flugslysi

Brasilísk farþegaþota neyddist til þess að lenda eftir að einn farþegi trylltist og réðist að ástæðulausu á flugmenn vélarinnar og setti alla farþegana í stórhættu. Samkvæmt AP fréttastofunni komst maðurinn inn í flugstjórnarklefann þar sem hann réðist án fyrirvara á flugmennina.

Erlent