Erlent

Ásakanir um svindl í keppninni Ungfrú Bandaríkin

Einn af keppendunum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin hefur sakað aðstandendur keppninnar um svindl og segir að úrslitin hafi verið ákveðin fyrirfram.

Sú sem segir þetta er Sheena Monnin sem var kjörin ungfrú Pennsylvanía og hefur hún afsalað sér þeim titli í mótmælaskyni. Sú sem vann keppnina var Ungfrú Rhode Island, hin tvítuga Olivia Cuplo.

Donald Trump á réttinn að þessari keppni og hann segir að ásakanir Monnin séu hlægilegar. Jafnframt ætlar Trump að hefja málsókn gegn Monnin fyrir að dreifa óhróðri um keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×