Erlent

Lögreglan gefst upp við að stöðva hasssöluna í Kristjaníu

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur gefist upp á því að berjast gegn hasssölunni í Kristjaníu sem nú fer aftur fram fyrir opnum tjöldum á staðnum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að lögreglan hafi ekki gripið til aðgerða gegn hasssölunni síðan í ágúst í fyrra.

Það þarf um 100 lögregluþjóna til að standa í aðgerð gegn hasssölunni hverju sinni, sérstaklega ef handtaka þarf fólk. Lögreglan hefur einfaldlega ekki burði til þess lengur að standa í slíkum aðgerðum.

Claus Oxfeldt formaður lögreglumannafélags borgarinnar viðurkennir uppgjöf lögreglunnar og segir að baráttan gegn hasssölunni sé vonlaus. Það sé eins og berja höfðinu við stein að reyna að stöðva hasssöluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×