Erlent

Hersveitir Assads myrða 86 borgara í Hama-héraði

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi segja að hersveitir á vegum Bashir Assad forseta landsins hafi myrt 86 almenna borgara í Hama-héraði í gærkvöld þar á meðal fjölda barna.

Í frétt um málið á BBC segir að hermennirnir hafi farið hús úr húsi og ýmist skotið eða stungið fólk til bana.

Fyrir tólf dögum voru 108 manns myrtir í fjöldamorði í bænum Houla. Hersveitir Assads eru taldar hafa staðið að þeim morðum en stjórnvöld segja ótilgreinda hryðjuverkamenn hafa verið þar að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×