Erlent

Odd Nerdrum í tæplega þriggja ára fangelsi

Norski listamaðurinn Odd Nerdrum var í morgun dæmdur í tveggja árs og tíu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Hann mun einnig þurfa að greiða 35 þúsund norskar krónur, eða sem samsvarar um 700 þúsund íslenskum, í sakarkostnað. Nerdrum fékk jafnvirði 275 milljóna íslenskra króna vegna sölu á myndum í New York á árunum 1998-2002. Hann átti að greiða helminginn í skatt en gerði það ekki. Nerdrum hefur alltaf neitað sök, en engu að síður hafa dómar á tveimur dómsstigum fundið hann sekan.

Erlent

Dómstóll í Köln bannar umskurð drengja

Gyðingar í Þýskalandi eru æfir af reiði eftir að dómstóll í Köln komst að þeirri niðurstöðu að banna bæri umskurð á ungum drengjum. Gyðingatrú krefst þess að drengir séu umskornir.

Erlent

Fá bónus fyrir nýja starfsmenn

Starfsmenn einnar deildar hjá norska olíurisanum Statoil fá 20 þúsund norskar krónur, jafngildi rúmlega 400 þúsunda íslenskra króna, í bónus takist þeim að fá verkfræðing eða annan fagmann til starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir á fréttavefnum e24.no. Þar kemur fram að Statoil þurfi að ráða 1.500 nýja starfsmenn í ár.

Erlent

Lesa sig út úr fangelsunum

Föngum í brasilískum fangelsum mun standa nýstárleg leið til boða til að stytta fangelsisvist sína; að lesa bækur. Hver bók styttir vistina um fjóra daga. Guardian greinir frá þessu.

Erlent

Rúmenskir vasaþjófar verði fangelsaðir

Norski Framfaraflokkurinn vill að vasaþjófar verði settir á bak við lás og slá en aðeins ef um Rúmena er að ræða. Það er skoðun flokksins að Rúmenar sem stela misnoti EES-samninginn. Þess vegna eigi að breyta norskum lögum. Almennt er vasaþjófum í Noregi gert að greiða sekt.

Erlent

Kona og kristinn maður verða varaforsetar í fyrsta sinn

Nýkjörinn forseti Egyptalands, Mohamed Morsi, ætlar að skipa annars vegar konu og hins vegar kristinn mann sem varaforseta sína. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu landsins sem kona eða kristinn maður gegna svo virðulegu embætti í stjórnkefinu. Enn hefur ekki verið gefið út hverjir nákvæmlega verða fyrir valinu.

Erlent

NATO stendur með Tyrklandi

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, fordæmdi í dag árás Sýrlendinga á tyrkneska orrustuþotu sem var skotinn niður í síðustu viku. Árásin var rædd á fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel í morgun.

Erlent

Dómarar mega líta til aldurs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur bannað alla löggjöf sem kveður á um refsingu án tillits til þess hvort sá brotlegi er lögráða eða ekki.

Erlent

Evrópa skal bregðast við vegna PIP-málsins

Nauðsynlegt er að innleiða kerfi í Evrópu sem miðar að því að lækningatæki eins og gangráður, brjóstapúðar og mjaðmarliðir fái ekki markaðsleyfi nema þau verði rannsökuð mjög ítarlega, rétt eins og lyf. Þetta er mat Evrópsku neytendasamtakanna, sem hvetja Evrópuþingið til að láta innleiða slíkt kerfi í ljósi PIP-málsins.

Erlent