Erlent

Fullorðnir gáfu barni eld

Þegar 10 ára stúlka í Árósum bað vegfarendur um eld til þess að hún gæti kveikt í sígarettu réttu 90 prósent af þeim 92 fullorðnu sem hún spurði fram kveikjara. Í frétt á vef Jyllands-Posten segir að samtökin Youmefamily hafi myndað tilraunir stúlkunnar með falinni myndavél.

Erlent

Snákur í flugvél - í alvöru

Líklega héldu flestir að hugmyndin um snák í flugvél væri aðeins eitthvað sem hugmyndaríkir framleiðendur í Hollywood gætu látið sér detta í hug. En veruleikinn lætur ekki að sér hæða

Erlent

Pac-Man á himnum

Það var engu líkara en að æðri máttarvöld hefðu tekið sig til og endurskapað Pacman leikinn fornfræga á sjálfum himninum.

Erlent

Börn særð eftir bílasprengju í Sýrlandi

Vopnahléi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, var rofið síðdegis í dag þegar bílasprengja sprakk nærri barnaleikvelli í suðurhluta borgarinnar. Minnsta kosti fimm eru taldir látnir, þrjátíu eru slasaðir, þar á meðal börn.

Erlent

Dómurinn yfir Berlusconi mildaður samdægurs

Sex ára löngum réttarhöldum yfir fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, lauk í dag með sakfellingu. Berlusconi var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir skattsvik. Nær öruggt þykir að hann muni áfrýja dómnum.

Erlent

Sænsku Eurovision-kynnarnir gera grín að prinsessunni

Svíar eru ekki bara hneykslaðir á Madeleine prinsessu sem tilkynnti trúlofun sína í gær. Sumir þeirra gera jafnvel stólpagrín af henni. Það á til dæmis við um Gina og Danny kynnana í Eurovision sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þeir slógu á létta strengi í gær þegar þeir fjölluðu um keppnina, eins og sjá má í þessu myndskeiði.

Erlent

Malala hyggst snúa aftur til Pakistan

Faðir hinnar 15 ára gömlu Malölu Yousufzai, sem varð fyrir skotárás í heimabæ sínum þann 9. október, segir dóttur sína hafa heitið því að snúa aftur til Pakistan þegar hún hefur náð sér af sárum sínum.

Erlent

Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé

Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag.

Erlent

Geislavirkt vatn veldur vanda í Japan

Tepco, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima í Japan, á í verulegum vandræðum með að finna geymslustað fyrir tugi þúsunda tonna af geislavirku vatni. Vatnið var notað til að kæla kjarnaofna kjarnorkuversins sem varð fyrir verulegum skemmdum í jarðskjálfta í mars 2011.

Erlent

Björguðu íkorna sem festist í ræsisloki

Það er óhætt að segja að það hafi skapast dálítið neyðarástand á dögunum þegar vegfarandi í München í Þýskalandi gekk fram hjá ræsisloki og sá þá að íkorni sat þar fastur.

Erlent

Segir Pussy Riot hafa fengið það sem þær áttu skilið

Vladimar Pútin, forsætisráðherra Rússlands, sagði í kvöldverði með fjölmiðlamönnum í dag, að meðlimir Pussy Riot hefðu fengið það sem þær áttu skilið. Samkvæmt fréttvef Reuters var Pútin spurður út í málið en hann spurði á móti hversvegna bandarísk stjórnvöld styddu ekki betur við bakið á kvikmyndagerðarmönnunum sem gerði kvikmyndin "Sakleysi múslima“.

Erlent

Konunglegt brúðkaup í Svíþjóð á næsta ári

Madeleine prinsessa Svíþjóðar, yngri dóttir Karls Gústavs konungs mun giftast unnusta sínum, Christopher O´Neill næsta sumar. Parið tilkynnti trúlofun sína í dag. Frá þessu greindu þau í myndskeiði sem konungsfjölskyldan sendi frá sér í dag.

Erlent

Hundurinn Theo hlaut heiðursorðu

Sprengjuleitarhundurinn Theo, sem lést við skyldustörf í Afganistan á síðasta ári, hlaut í dag Dickens orðuna, æðstu heiðursorðu Bretlands fyrir hugrekki dýra.

Erlent

Ai Weiwei dansar Gangnam Style

Kínverski lista- andófsmaðurinn Ai Weiei hefur gefið út sína eigin útgáfu af suður-kóreska smellingum Gangnam Style. Í myndbandinu dansar stjórnarandstæðingurinn undir taktfastri danstónlistinni og veifar til dæmis handjárnum að myndavélinni.

Erlent

Josef Fritzl fer fram á skilnað

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár.

Erlent