Fótbolti

Henry kominn með fimmtíu landsliðsmörk fyrir Frakkland

Thierry Henry tryggði Frökkum 1-1 jafntefli í Serbíu í undankeppni HM í gær og sá til þess að Serbar náðu ekki að tryggja sér sigurinn í riðlinum og þar með sæti á HM í Suður Afríku. Markið var ennfremur það fimmtugasta sem hann skorar í 113 landsleikjum.

Fótbolti

Bilic: Englendingar geta orðið heimsmeistarar

Slaven Bilic, þjálfari króatíska landsliðsins, er á því að Englendingar geta orðið heimsmeistarar í Suður-Afríku eftir að hann horfði á sína menn tapað 1-5 fyrir enska landsliðinu í undankeppni HM á Wembley í gær. Bilic átti samt ekki auðvelt með að tjá sig eftir leikinn enda alveg niðurbrotinn maður.

Fótbolti

Argentínumenn töpuðu aftur - nú fyrir Paragvæ sem komst á HM

Staða Argentínumanna í undankeppni HM er orðin enn verri eftir 0-1 tap fyrir Paragvæ í nótt. Tapið þýðir að Argentínumenn eru komnir niður í 5. sæti í Suður-Ameríku riðlinum en aðeins fjögur efstu liðin komast beint inn á HM. Liðið í 5. sætið spilar umspilsleiki við lið úr Norður- og Mið-Ameríku.

Fótbolti

Jamie Carragher hefur áhyggjur af uppkomu Manchester City

Jamie Carragher varnarmaður Liverpool hefur trú á því að Manchester City blandi sér í hóp fjögurra bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Carragher spáir því einnig að lið eins og Tottenham Hotspur, Everton og Aston Villa verði að berjast um Meistaradeildarsætin.

Enski boltinn

John Terry: Er enn að svekkja sig yfir Króatíutapinu fyrir tveimur árum

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir liðið skulda ensku þjóðinni að vinna leikinn á móti Króatíu í kvöld og ná þar með að hefna fyrir tapið á Wembley fyrir tveimur árum sem kostaði enska landsliðið sæti á EM 2008. Terry segir að tapið hafi skilið eftir sig jafnslæma tilfinningu og þegar hann klikkaði á víti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu.

Fótbolti

Björgólfur fimmti leikmaðurinn sem kemur inn í hópinn fyrir Georgíuleikinn

Ísland mætir Georgíu í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum klukkan 19.30 í kvöld en hópurinn er nokkuð breyttur frá því á laugardaginn þegar liðið var óheppið að vinna ekki Norðmenn í undankeppni HM 2010. Þrír af fjórum fremstu mönnum liðsins hafa forfallast sem og fyrirliðinn, öll miðjan, annar miðvörðurinn og varamarkvörðurinn.

Fótbolti

Peter Reid hættur að þjálfa taílenska landsliðið

Peter Reid hefur náð samkomulagi við taílenska knattspyrnusambandið um að hætta að þjálfa taílenska landsliðið. Reid vildi sinn starfinu ásamt því að vera aðstoðarstjóri Stoke City en Taílendingarnir vildu ekki að hann væri landsliðsþjálfari í "aukastarfi".

Fótbolti

Bellamy: Þúsaldarvöllurinn er alltof stór fyrir Wales

Craig Bellamy, fyrirliði velska landsliðsins, er á því að landsliðið eigi líka að spila á öðrum og minni völlum en Þúsaldarvellinum í Cardiff. Þúsaldarvöllurinn tekur 74 þúsund manns en velska landsliðið er langt frá því að fylla völlinn á sínum landsleikjum.

Fótbolti