Fótbolti

King á framtíð í boltanum

Umboðsmaður Marlon King telur að hann eigi sér framtíð í knattspyrnu þó svo að hann hafi verið dæmdur til átján mánaðar fangelsisvistar nú í vikunni.

Enski boltinn

Gerrard meiddur og Aquilani veikur

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur staðfest að þeir Steven Gerrard og Glen Johnson eru báðir meiddir og missa af leik liðsins gegn Fulham á morgun. Þá er Alberto Aquilani veikur.

Enski boltinn

Leikmenn ársins hjá FIFA - 33 leikmenn tilnefndir

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur gefið út lista með nöfnum þeirra 23 knattspyrnumanna og 10 knattspyrnukvenna sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 21. desember.

Fótbolti

Forráðamenn Notts County töluðu við Mancini

Stjórnarformaðurinn Peter Trembling hjá enska d-deildarfélaginu Notts County viðurkennir í viðtali við Nottingham Evening Post í dag að félagið hafi fundað með knattspyrnustjóranum Roberto Mancini um möguleikann á að Ítalinn tæki að sér knattspyrnustjórn Notts County.

Enski boltinn

Ronaldo: Ég er ekki bjargvættur Real

Það hefur lítið gengið hjá Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo meiddist. Liðið hefur tapað tveim leikjum, gert eitt jafntefli og aðeins sigrað einn leik. Steininn tók þó úr er liðið tapaði fyrir Alcorcon í spænska bikarnum.

Fótbolti

Landsliðshópar fyrir Íran og Lúxemborg klárir

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt tvo landsliðshópa fyrir vináttulandsleikina gegn Íran og Lúxemborg. Fyrri leikurinn gegn Íran fer fram í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember en seinni leikurinn við Lúxemborg fer fram 14. nóvember í Lúxemborg.

Fótbolti