Íslenski boltinn

Ingvar Þór: Kom mér dálítið í opna skjöldu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ingvar Þór Ólason.
Ingvar Þór Ólason. Mynd/Vilhelm

Ljóst er að reynsluboltinn Ingvar Þór Ólason mun ekki leika með Fram næsta sumar. Samnningur Ingvars Þórs við Fram átti að renna út um áramótin en félagið hefur tilkynnt að það muni ekki bjóða honum nýjan samning.

„Ég var bara að heyra af þessu í dag [í gær] og verð nú að segja að þetta kom mér dálítið í opna skjöldu. Það kom mér á óvart að Fram hafi ekki viljað kreista eitt ár í viðbót út úr manni.

Það hljóta annars að vera einhverjar góðar ástæður fyrir þessu og þetta var ekki gert í neinum leiðindum. Það er hins vegar ljóst að það er mikil reynsla farin með mér Auðni Helgasyni og Paul McShane," segir hinn 37 ára gamli Ingvar Þór sem hefur leikið með Fram síðasta áratuginn eða svo og var til að mynda valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins í lok sumars.

Ingvar kveðst ætla að taka sér næstu daga í að fara yfir stöðuna og ákveða hvort hann leggi skóna á hilluna eða leita á önnur mið og finni sér nýtt lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×