Fótbolti

Ivanovic í stað Pepe?

Real Madrid hefur nú beint spjótum sínum að Branislav Ivanovic, leikmanni Chelsea, en spænska félagið leitar nú logandi ljósi að leikmanni í stað Portúgalans Pepe sem spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Fótbolti

Gerrard selur Audi-inn sinn

Ef einhverjir stuðningsmenn Liverpool eru ekki búnir að kaupa allar jólagjafirnar í ár þá má benda þeim á að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er að selja eitt stykki Audi-glæsibifreið.

Enski boltinn

Mancini vill halda Robinho

Hinn nýráðni þjálfari Man. City, Roberto Mancini, vill að Brasilíumaðurinn Robinho verði áfram hjá félaginu og hjálpi til við að skrifa sögu félagsins.

Enski boltinn

Messi: Ég ætla að spila betur fyrir Argentínu á HM

Lionel Messi var auðmjúkur þegar hann tók við enn einum verðlaunum í gær nú sem besti knattspyrnumaður heims. Hann notaði tækifærið og reyndi að blíðka landa sinna í Argentínu sem hafa gagnrýnt hann mikið fyrir frammistöðuna með argentínska landsliðinu.

Fótbolti

Stóri Sam vill fá James Beattie til Blackburn

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, er að reyna að næla í James Beattie frá Stoke og hefur meðal annars boðið Jason Roberts í skiptum fyrir Beattie sem lenti eins og kunnugt er í útistöðum við Tony Pulis, stjóra Stoke, fyrr í þessum mánuði.

Enski boltinn

Abou Diaby hjá Arsenal: Ég þarf að vera grimmari

Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, hefur staðið sig vel á tímabilinu og margir sjá glytta í Patrick Vieira takta þegar hann er upp á sitt besta. Diaby segir að Arsenal-liðið þurfi að herða sig upp ætli það sér að fara að vinna titla á nýjan leik.

Enski boltinn

Stjórar City á meðan Sir Alex Ferguson hefur verið hjá United

Roberto Mancini verður fjórtándi framkvæmdastjórinn sem sest í stjórastólinn hjá Manchester City síðan að Sir Alex Fergsuson kom til Manchester United. Fergsuson gerðist stjóri United í nóvember 1986 en hér fyrir neðan má sjá þá þrettán stjóra sem hafa komið og farið hjá City-liðinu.

Enski boltinn

Englendingar mæta Egyptum á Wembley í mars

Enska landsliðið ætlar að undirbúa sig fyrir leikinn við Alsír í riðlakeppni HM í Suður-Afríku með því að mæta Afríkumeisturum Egypta á Wembley í mars. Það voru einmitt Alsíringar sem skildu Egypta eftir í undankeppni eftir 1-0 sigur í sérstökum aukaleik.

Fótbolti

Robbie Keane verður áfram fyrirliði Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar samkvæmt heimildum BBC ekki að taka fyrirliðabandið af Robbie Keane þrátt fyrir að Keane hafi verið einn af aðalmönnunum á bak við leyni-jólapartý Tottenham-manna í Dublin í næstu viku.

Enski boltinn

Gourcuff efstur á óskalista Inter

Frakkinn Yoann Gourcuff hjá Bordeaux er efstur á óskalista Jose Mourinho, þjálfara Inter, fyrir jólin en ólíklegt er talið að þessi 23 ára miðjumaður endi í pakkanum hjá Portúgalanum.

Fótbolti

Fergie hrifinn af Frey

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætli að bjóða í Sebastien Frey í janúar þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.

Enski boltinn

Beckham er einn af fimm bestu leikmönnum heims

Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo getur ekki beðið eftir því að David Beckham komi aftur til AC Milan. Pirlo segir að Becks styrki lið Milan mikið og verði mikil ógn gegn Man. Utd í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Messi: Ekki kalla mig kónginn í fótboltanum

Lionel Messi er væntanlega að fara að fá ein verðlaun til viðbótar í kvöld þegar FIFA tilkynnir um hvaða leikmaður var kosinn besti knattspyrnumaður heims fyrir þetta ár. Messi var aðalmaðurinn á bak við sex titla Barcelona-liðsins á árinu 2009.

Fótbolti