Fótbolti

Meiðsli Terry ekki alvarleg

Meiðsli John Terry sem hann hlaut á æfingu með Chelsea í dag eru ekki alvarleg og er talið að hann geti spilað með liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Portsmouth á laugardaginn.

Enski boltinn

Robbie Fowler: Tími fyrir Benitez að fara

Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, er á því að það sé kominn tími fyrir stjórann Rafael Benitez að hætta með liðið. Liverpool endaði í 7. sæti í ensku úrvalsdeildinni í vetur sem er slakasti árangur liðsins í meira en áratug.

Enski boltinn

Mourinho: Ætlar að velja sólina, stöndina og svefninn frekar en HM

Jose Mourinho, þjálfari Inter, ætlar að taka sér gott sumarfrí með fjölskyldunni og mun ekki eyða því í að fylgjast með Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku í sumar. Mourinho á eftir tvo úrslitaleiki með Inter þar sem lærisveinar hans gætu fullkomnað þrennuna en eftir það er hann farinn í frí á sólarströnd.

Fótbolti

Paul Scholes afþakkaði sæti í enska HM-hópnum

Manchester United maðurinn Paul Scholes var ekki tilbúinn að svara kalli landsliðsþjálfarans Fabio Capello þegar ítalinn vildi að hann gæfi kost á sér á nýjan leik í enska landsliðið fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti

Þorvaldur: Það er alltaf gott að sigra

Þorvaldur Örlyggson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin þrjú gegn ÍBV í kvöld. „Það er alltaf gott að sigra en það er óþarfi að leggja of mikið á byrjunina og vonandi að við getum haldið þessu áfram í næsta leik," sagði Þorvaldur.

Íslenski boltinn