Enski boltinn

Robbie Fowler: Tími fyrir Benitez að fara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Fowler og Rafael Benitez.
Robbie Fowler og Rafael Benitez. Mynd/AFP
Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, er á því að það sé kominn tími fyrir stjórann Rafael Benitez að hætta með liðið. Liverpool endaði í 7. sæti í ensku úrvalsdeildinni í vetur sem er slakasti árangur liðsins í meira en áratug.

Fowler fékk fyrir fjórum árum tækifæri hjá Benitez til að koma aftur á Anfield og segist vera þakklátur fyrir það en það breyti þó ekki hans skoðun um að nýr maður þurfi að koma í brúnna á Anfield.

„Það sem þú sérð er það sem þú færð hjá Rafa. Hann er lokaður og heldur öllu fyrir sjálfan sig," segir Robbie Fowler.

„Ég verð honum alltaf þakklátur fyrir að leyfa mér að koma til baka og hef því taugar til hans. Þetta er samt stór klúbbur og það er enginn stærri en klúbburinn," sagði Fowler.

„Ég vil bara að Liverpool gangi vel hvort sem það er með Rafa í stjórastólnum eða einhvern annan. Það skiptir ekki öllu máli heldur að Liverpool er Liverpool og við eigum skilið að vera í toppbaráttunni á hverju ári. Það eina sem er öruggt að sjá sem verður stjóri á stórt verkefni fyrir höndum," sagði Fowler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×