Íslenski boltinn

Helmingur tippara lét freistast og tippaði á Haukasigur

Óskar ÓfeIgur Jónsson skrifar
Úr leIk Hauka og KR á KR-vellinum í gær.
Úr leIk Hauka og KR á KR-vellinum í gær. Mynd/Valli
Helmingur þeirra sem ákváðu að tippa á leik KR og Hauka á Lengjunni í 1. umferð Pepsi-deild karla í gær lét freistast af hæsta stuðli sögunnar og tippuðu á útisigur nýliðanna. Aðeins tíu prósent tipparanna spáðu réttum úrslitum það er jafntefli.

Stuðullinn 16 á sigur Hauka vakti það mikla athygli tippara í gær að kerfið sprakk hjá Getraunum um tíma þegar vinningsupphæðin náði því hámarki sem innibyggt er í kerfið.

40 prósent tipparanna giskuðu á heimasigur KR og það var ekkert sem leit út fyrir annað að þeir myndu hafa rétt fyrir sér þegar aðeins tólf mínútur voru eftir af leiknum.

Haukarnir tryggðu sér hinsvegar jafntefli með því að skora tvö mörk á síðustu ellefu mínútunum og fengu líka færi að auki til þess að tryggja sér sigurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×