Íslenski boltinn

Haukarnir þegar búnir að bæta árangurinn sinn frá því 1979

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Ásbjörn Sæmundsson tryggði Haukum sögulegt stig í gær.
Pétur Ásbjörn Sæmundsson tryggði Haukum sögulegt stig í gær. Mynd/Valli
Nýliðar Hauka náðu ótrúlegu jafntefli á móti meistaraefnunum í KR á KR-vellinum í Pepsi-deild karla í gær og það þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir eftir aðeins rúmlega hálftíma leik.

Úlfar Hrafn Pálsson og Pétur Ásbjörn Sæmundsson skoruðu báðir í sínum fyrsta leik í efstu deild og tryggðu Haukum fyrsta stigið á útivelli í efstu deild frá upphafi.

Haukar eiga að baki eitt tímabil í efstu deild og það var sumarið 1979 þegar þeir enduðu í 10. sæti af 10 liðum. Haukarnir fengu þá öll fimm stigin sín á Hvaleyrarholtsvellinum í Hafnarfirði.

Haukaliðið var því búið að tapa 9 útileikjum í röð í efstu deild og aðeins búið að skora 5 útivallarmörk fyrir leikinn í vesturbænum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×