Fótbolti

Maradona valdi ekki Inter-mennina Cambiasso og Zanetti í HM-hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/AFP
Diego Maradona hefur ekki pláss fyrir Inter-mennina Esteban Cambiasso og Javier í HM-hóp sínum en þeir Cambiasso og Zanetti eru lykilmenn hjá ítalska liðinu sem er komið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Cambiasso og Zanetti lokuðu alveg á landa sinn Lionel Messi þegar Inter sló út Barcelona út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir þá að klippa besta leikmann heims út úr leiknum. Diego Milito og Walter Samuel eru fulltrúar Inter í hóp Maradona.

Maradona valdi hinsvegar Liverpool-manninn Maxi Rodriguez og Newcastle-manninn Fabricio Coloccini í hópinn sinn en alls eru fimm leikmenn í enska boltanum í hópnum. Hinir þrír eru Carlos Tevez (Manchester City), Jonas Gutierrez (Newcastle) og Javier Mascherano (Liverpool).

Maradona er búin að skoða yfir 100 leikmenn í tíð sinni sem landsliðsþjálfari og nokkrir leikmannanna spila heima fyrir. Þeir fengu tækifæri til að sanna sig í 4-0 sigri á Haíti í æfingaleik á dögunum.

HM-hópur Argentínumanna 2010:

Markmenn: Sergio Romero (AZ Alkmaar), Mariano Andujar (Catania), Diego Pozo (Colon)

Varnarmenn: Nicolas Burdisso (Inter Milan), Martin Demichelis (Bayern Munich), Walter Samuel (Inter Milan), Gabriel Heinze (Olympique Marseille), Nicolas Otamendi (Velez Sarsfield), Fabricio Coloccini (Newcastle), Juan Manuel Insaurralde (Newell's Old Boys), Clemente Rodriguez (Estudiantes), Ariel Garce (Colon)

Miðjumenn: Javier Mascherano (Liverpool), Sebastian Blanco (Lanus), Juan Sebastian Veron (Estudiantes), Jesus Datolo (Olympiacos), Jose Sosa (Estudiantes), Maximiliano Rodriguez (Liverpool), Mario Bolatti (Fiorentina), Juan Mercier (Argentinos Juniors), Angel Di Maria (Benfica), Jonas Gutierrez (Newcastle), Javier Pastore (Palermo)

Framherjar: Sergio Aguero (Atletico Madrid), Diego Milito (Inter Milan), Martin Palermo (Boca Juniors), Carlos Tevez (Manchester City), Gonzalo Higuain (Real Madrid), Lionel Messi (Barcelona), Ezequiel Lavezzi (Napoli).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×