Fótbolti

Tony Adams orðinn þjálfari Radar-mannanna í Aserbaídsjan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Adams og Arsene Wenger.
Tony Adams og Arsene Wenger. Mynd/
Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal og stjóri Portsmouth, hefur söðlað um og ákveðið að gerast þjálfari lítt þekkt liðs í Aserbaídsjan sem er ríki í Kákasusfjöllum við Kaspíahaf á mörkum Evrópu og Asíu.

Tale Heydarov, forseti Gabala FC, tilkynnti stoltur á blaðamannafundi að hann væri búinn að ráða Tony Adams sem þjálfara en liðið endaði í sjötta sæti af tólf liðum á síðasta tímabili.

Tony Adams fær eina milljón punda fyrir hvert ár sem þjálfari liðsins sem er um 193 milljónir íslenskra króna.

Gabala er lítill bæt 200 kílómetra norður af höfuðborginni Baku. Bærinn var þekktastur fyrir að vera aðsetur fyrir mikilvæga radarstöð í eldflaugavörnum Sovétríkjanna á sínum tíma og gælunafn liðsins er Radar-mennirnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×