Íslenski boltinn

Matthías segist ekki hafa látið sig detta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson tjáði sig við netsíðuna fotbolti.net um vítaspyrnuna sem hann fiskaði á móti Val á mánudagskvöldið en úr henni skoraði Gunnar Már Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga.

Margir hafa gagnrýnt vítaspyrnudóm Kristins Jakobssonar og á sjónvarpsmyndum frá atvikinu virðist snertingin frá Reyni Leóssyni ekki hafa verið mikil.

Matthías segist ekki hafa látið sig falla. "Ég fann fyrir snertingu og í stöðunni 2-1 þá þurftum við á einhverju að halda og ég var kannski ekki að reyna að standa. Fyrir mér var þetta víti og þeir sem voru í kringum mig fannst þetta vera víti," sagði Matthías í viðtalinu sem má finna hér.

Þetta er þriðja vítið sem Matthías fiskar í úrvalsdeild karla en hann hafði ekki fiskað vítið síðan í sigurleik á ÍA upp á Skaga 27. júlí 2008. Þriðja vítið fiskaði Matthías síðan í sínum fyrsta leik með FH á móti Fram í lokaumferðinni 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×