Enski boltinn

Blackpool sló Forest úr leik í umspilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Blackpool fagna sigrinum í gærkvöldi.
Leikmenn Blackpool fagna sigrinum í gærkvöldi. Nordic Photos / Getty Images
Blackpool er skrefi nær því að komast upp í ensku úrvalsdeildina eftir að liðið sló Nottingham Forest úr leik í umspili ensku B-deildarinnar í gærkvöldi.

Blackpool varð í sjötta sæti deildarinnar en Forest því þriðja. Blackpool vann hins vegar báða leiki liðanna í undanúrslitarimmunni, þann fyrri 2-1 og svo með sannfærandi, 4-3, á útivelli í gærkvöldi.

Forest komst reyndar tvívegis yfir í leiknum en DJ Campbell skoraði þrennu fyrir Blackpool í síðari hálfleik og tryggði sínum mönnum þannig góðan sigur.

Robert Earnshaw kom Forest yfir með eina marki fyrri hálfeiks en Campbell jafnaði metin í upphafi þess síðari.

Earnshaw skoraði svo aftur á 66. mínútu en stuttu síðar skoruðu gestirnir þrjú mörk á sjö mínútna kafla. Fyrst varamaðurinn Stephen Dobbie en svo fullkomnaði Campbell þrennuna með tveimur mörkum.

Dele Adebola náði að minnka muninn fyrir Forest í uppbótartíma en sigur Blackpool var þá löngu tryggður.

Liðið mætir annað hvort Cardiff eða Leicester í úrslitum umspilsins. Cardiff hefur 1-0 forystu í rimmu liðanna en liðin mætast einmitt á heimavelli liðsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×