Fótbolti

Fernando Torres í endurhæfingu í sex tíma á hverjum degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres var mikið í stúkunni á þessu tímabili.
Fernando Torres var mikið í stúkunni á þessu tímabili. Mynd/AFP
Fernando Torres, leikmaður Liverpool og spænska landsliðsins, ætlar að gera allt sem er í sínu valdi til þess að ná sér góðum að hnémeiðslinum áður en Heimsmeistarakeppnin hefst í Suður-Afríku í næsta mánuði.

Torres fór í aðgerð á hægra hné í síðasta mánuði en hann spilaði ekki síðustu sjö leikina með Liverpool á þessu tímabili. Spænski framherjinn skoraði 22 mörk í 33 leikjum í öllum keppnum með Liverpool á leiktíðinni.

Torres er nú í endurhæfingu í sex tíma á hverjum degi og hann stóðst skoðun hjá lækni spænska landsliðsins og er því í 30 manna HM-hópi Spánar. Hann dvelur nú í Vigó á norður Spáni þar sem hann er í þessari ströngu sjúkraþjálfun.

„Eins og staðan er núna þá getum við ekki sagt hvort Fernando verði tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM en við erum bjartsýnir," sagði Juan José Garcia Cota, læknir spænska landsliðsins.

Fyrsti leikur Spánverja á HM er gegn Svisslendingum 16. júní en þeir eru einnig með Hondúras og Chile í riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×