Fótbolti

Petit til varnar Vieira: Domenech er að gera mistök

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Vieira með Emmanuel Petit og David Seaman.
Patrick Vieira með Emmanuel Petit og David Seaman. Mynd/AFP
Emmanuel Petit, fyrrum liðsfélagi Patrick Vieira hjá Arsenal og franska landsliðinu, segir að Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka sé að gera mistök með því að velja Patrick Vieira ekki í HM-hópinn sinn.

„Hann á kannski ekki skilið að vera í byrjunarliðinu en hann er lífsnauðsynlegur fyrir andann í liðinu. Þegar liðið kemur til með að lenda í mótlæti og þegar taugaspennan er mikil þá gæti hann hjálpað mikil til," sagði Emmanuel Petit í viðtali á L'Equipe íþróttasjónvarpsstöðinni.

Patrick Vieira fór til Manchester City frá Inter Milan á miðju tímabili ekki síst til þess að reyna að spila meira og sanna sig fyrir Domenech. Þegar Domenech var mest gagnrýndur eftir EM 2008 kom Vieira honum til varnar en sá stuðningur er nú gleymdur og

grafinn.

„Ég hef ekki talað við hann undanfarna sex mánuði. Við höfum allt átt gott samband og líka þegar hann fór í gegnum alla þessa gagnrýni. Í ljósi ferilsins míns þá hefði ég átt skilið meiri tillitssemi frá honum," sagði Vieira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×