Fótbolti

Anelka sagt að halda kjafti

Forráðamenn Chelsea hafa skipað framherjanum Nicolas Anelka að þegja um hvað gerðist í herbúðum franska liðsins þar til mótinu er lokið.

Fótbolti

Cole sagður vilja fara til Man. Utd

Joe Cole mun ekki taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en eftir HM en eftir því sem breska slúðurblaðið The Sun segir þá hefur Cole tjáð vinum sínum að hann vilji spila með Man. Utd.

Enski boltinn

Eto´o í öngum sínum

Kamerúninn Samuel Eto´o er miður sín yfir lélegu gengi Kamerún á HM en liðið er fallið úr keppni fyrir lokaumferðina sem hefst í dag.

Fótbolti

Messi vill fá Oasis í sigurpartýið

Leikmenn Argentínu gera ýmislegt í frítíma sínum á HM til þess að stytta sér stundir. Þeir hlusta mikið á tónlist og Manchesterhljómsveitin Oasis er orðin uppáhalshljómsveit leikmanna liðsins. Helstu aðdáendur Gallagherbræðranna eru Carlos Tevez og Lionel Messi.

Fótbolti

Coulibaly í hundakofanum

FIFA er búið að gefa út lista með því hverjir dæma næstu leiki á HM og er sérstaklega eftir því tekið að þar vantar nafn malíska dómarans, Koman Coulibaly, sem dæmdi af mark á óskiljanlegan hátt í leik Bandaríkjanna og Slóveníu.

Fótbolti

Ferguson hringdi í Rooney

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur áhyggjur af Wayne Rooney og félögum í enska landsliðinu sem hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit á HM. Ferguson ákvað að taka málin í sínar hendur og hringdi í Rooney til þess að peppa leikmanninn upp.

Fótbolti

Leikmenn grétu upp á herbergi hjá Domenech

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur sakað leikmenn landsliðsins um að haga sér eins og börn eftir að þeir neituðu að æfa á sunnudag. Það er allt í loft upp í herbúðum liðsins og atburðarrásin er farin að minna á góðan þátt af Glæstum vonum. Reyndar er þetta allt einn sandkassaleikur og Domenech er ekki að standa sig vel í hlutverki leikskólastjóra.

Fótbolti

Daði: Rosalega súrt

Daði Lárusson var besti maður Hauka í kvöld en hann gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna, þrátt fyrir að hafa varið urmul Grindvískra skota.

Íslenski boltinn

Ómar: Tek markið á mig

"Ég er ekki sáttur af því við erum á heimavelli og þar eigum við að taka þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist er þetta kannski allt í lagi," sagði Ómar Jóhannsson, markmaður Keflavíkur, sem tekur markið sem Fram skoraði á sig.

Íslenski boltinn