Umfjöllun: FH vann góðan sigur á Selfossi Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. júní 2010 22:56 Matthías Vilhjálmsson. Mynd/Arnþór FH-ingar unnu í kvöld 2-0 sigur á Selfyssingum á útivelli og eru því farnir að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir eru nú í sjötta sætinu, aðeins stigi á eftir toppliðum deildarinnar. Selfyssingar hafa hins vegar dregist inn í fallbaráttuna og eru með sjö stig í tíunda sæti deildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Grindavík sem vann sinn annan leik í röð í kvöld. Lítil spenna var í leiknum, FH hafðu yfirhöndina allan leikinn og hafði getað skorað fleiri mörk á meðan sóknarleikur Selfoss var oft á tíðum tilviljunarkenndur og háður föstum leikatriðum. FH var sterkari í fyrri hálfleik og átti Matthías Vilhjálmsson gott skot í slánna á 28. mínútu sem Selfyssingar hreinsuðu svo frákastinu í horn. Aðeins þremur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins og var það skrautlegt. Selfyssingar hreinsuðu í horn og fór Ólafur Páll Snorrason að taka það, hann skrúfaði boltann inn á fjærstöng þar sem boltinn fór í netið yfir Jóhann Ólaf Sigurðsson í marki Selfyssinga. Fyrri hálfleikur fjaraði fljótlega út eftir þetta og var lítið um færi. Selfyssingar gerðu eina breytingu í hálfleik, Einar Ottó Antonsson kom inn fyrir Guðmann Þórarinsson sem var eitthvað tæpur vegna meiðsla fyrir leik. Þessi skipting breytti leiknum ekki, FH höfðu algjöra yfirburði á vellinum og var það verðskuldað þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði annað mark FH á 60. mínútu með skalla í fjærhornið eftir góða fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni. Leikurinn fjaraði að mestu út við þetta, Selfyssingar settu aukinn þunga í sóknarleikinn en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir FH og hafa þeir fengið 10 stig af 12 í 4 síðustu leikjum og eru því að stimpla sig inn í titilbaráttuna eftir erfiða byrjun.Selfoss - FH 0-2 0-1 Ólafur Páll Snorrason (31.) 0-2 Matthías Vilhjálmsson (60.) Áhorfendur: 823 Dómari: Magnús Þórisson 6Skot (á mark): 6-10 (3-4)Varin skot: Jóhann Ólafur 2 - Gunnleifur 3Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 0-1Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 4 Agnar Bragi Magnússon 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Jón Steindór Sveinsson 5 Guðmundur Þórarinsson 5 (45. Einar Ottó Antonsson 6 ) Arilíus Marteinsson 5 (78. Ingi Rafn Ingibergsson) Jón Guðbrandsson 6 Ingþór Jóhann Guðmundsson 5 (71. Sævar Þór Gíslason ) Jón Daði Böðvarsson 4 Davíð Birgisson 5FH (4-2-3-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (69. Jacob Neestrup 5 ) Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Atli Guðnason 6 (86. Einar Karl Ingvarsson)Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 (81. Torgeir Motland) Atli Viðar Björnsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
FH-ingar unnu í kvöld 2-0 sigur á Selfyssingum á útivelli og eru því farnir að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir eru nú í sjötta sætinu, aðeins stigi á eftir toppliðum deildarinnar. Selfyssingar hafa hins vegar dregist inn í fallbaráttuna og eru með sjö stig í tíunda sæti deildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Grindavík sem vann sinn annan leik í röð í kvöld. Lítil spenna var í leiknum, FH hafðu yfirhöndina allan leikinn og hafði getað skorað fleiri mörk á meðan sóknarleikur Selfoss var oft á tíðum tilviljunarkenndur og háður föstum leikatriðum. FH var sterkari í fyrri hálfleik og átti Matthías Vilhjálmsson gott skot í slánna á 28. mínútu sem Selfyssingar hreinsuðu svo frákastinu í horn. Aðeins þremur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins og var það skrautlegt. Selfyssingar hreinsuðu í horn og fór Ólafur Páll Snorrason að taka það, hann skrúfaði boltann inn á fjærstöng þar sem boltinn fór í netið yfir Jóhann Ólaf Sigurðsson í marki Selfyssinga. Fyrri hálfleikur fjaraði fljótlega út eftir þetta og var lítið um færi. Selfyssingar gerðu eina breytingu í hálfleik, Einar Ottó Antonsson kom inn fyrir Guðmann Þórarinsson sem var eitthvað tæpur vegna meiðsla fyrir leik. Þessi skipting breytti leiknum ekki, FH höfðu algjöra yfirburði á vellinum og var það verðskuldað þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði annað mark FH á 60. mínútu með skalla í fjærhornið eftir góða fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni. Leikurinn fjaraði að mestu út við þetta, Selfyssingar settu aukinn þunga í sóknarleikinn en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir FH og hafa þeir fengið 10 stig af 12 í 4 síðustu leikjum og eru því að stimpla sig inn í titilbaráttuna eftir erfiða byrjun.Selfoss - FH 0-2 0-1 Ólafur Páll Snorrason (31.) 0-2 Matthías Vilhjálmsson (60.) Áhorfendur: 823 Dómari: Magnús Þórisson 6Skot (á mark): 6-10 (3-4)Varin skot: Jóhann Ólafur 2 - Gunnleifur 3Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 0-1Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 4 Agnar Bragi Magnússon 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Jón Steindór Sveinsson 5 Guðmundur Þórarinsson 5 (45. Einar Ottó Antonsson 6 ) Arilíus Marteinsson 5 (78. Ingi Rafn Ingibergsson) Jón Guðbrandsson 6 Ingþór Jóhann Guðmundsson 5 (71. Sævar Þór Gíslason ) Jón Daði Böðvarsson 4 Davíð Birgisson 5FH (4-2-3-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Tommy Fredsgaard Nielsen 6 Freyr Bjarnason 5 (69. Jacob Neestrup 5 ) Guðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 6 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Atli Guðnason 6 (86. Einar Karl Ingvarsson)Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 7 (81. Torgeir Motland) Atli Viðar Björnsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn