Íslenski boltinn

Umfjöllun: FH vann góðan sigur á Selfossi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson. Mynd/Arnþór
FH-ingar unnu í kvöld 2-0 sigur á Selfyssingum á útivelli og eru því farnir að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir eru nú í sjötta sætinu, aðeins stigi á eftir toppliðum deildarinnar. Selfyssingar hafa hins vegar dregist inn í fallbaráttuna og eru með sjö stig í tíunda sæti deildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Grindavík sem vann sinn annan leik í röð í kvöld.

Lítil spenna var í leiknum, FH hafðu yfirhöndina allan leikinn og hafði getað skorað fleiri mörk á meðan sóknarleikur Selfoss var oft á tíðum tilviljunarkenndur og háður föstum leikatriðum.

FH var sterkari í fyrri hálfleik og átti Matthías Vilhjálmsson gott skot í slánna á 28. mínútu sem Selfyssingar hreinsuðu svo frákastinu í horn. Aðeins þremur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins og var það skrautlegt. Selfyssingar hreinsuðu í horn og fór Ólafur Páll Snorrason að taka það, hann skrúfaði boltann inn á fjærstöng þar sem boltinn fór í netið yfir Jóhann Ólaf Sigurðsson í marki Selfyssinga.

Fyrri hálfleikur fjaraði fljótlega út eftir þetta og var lítið um færi. Selfyssingar gerðu eina breytingu í hálfleik, Einar Ottó Antonsson kom inn fyrir Guðmann Þórarinsson sem var eitthvað tæpur vegna meiðsla fyrir leik.

Þessi skipting breytti leiknum ekki, FH höfðu algjöra yfirburði á vellinum og var það verðskuldað þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði annað mark FH á 60. mínútu með skalla í fjærhornið eftir góða fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni.

Leikurinn fjaraði að mestu út við þetta, Selfyssingar settu aukinn þunga í sóknarleikinn en náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir FH og hafa þeir fengið 10 stig af 12 í 4 síðustu leikjum og eru því að stimpla sig inn í titilbaráttuna eftir erfiða byrjun.

Selfoss - FH 0-2

0-1 Ólafur Páll Snorrason (31.)

0-2 Matthías Vilhjálmsson (60.)

Áhorfendur: 823

Dómari: Magnús Þórisson 6

Skot (á mark): 6-10 (3-4)

Varin skot: Jóhann Ólafur 2 - Gunnleifur 3

Horn: 2-10

Aukaspyrnur fengnar: 15-13

Rangstöður: 0-1

Selfoss (4-4-2):

Jóhann Ólafur Sigurðsson 5

Andri Freyr Björnsson 4

Agnar Bragi Magnússon 6

Stefán Ragnar Guðlaugsson 6

Jón Steindór Sveinsson 5

Guðmundur Þórarinsson 5

(45. Einar Ottó Antonsson 6 )

Arilíus Marteinsson 5

(78. Ingi Rafn Ingibergsson)

Jón Guðbrandsson 6

Ingþór Jóhann Guðmundsson 5

(71. Sævar Þór Gíslason )

Jón Daði Böðvarsson 4

Davíð Birgisson 5

FH (4-2-3-1):

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 5

Hjörtur Logi Valgarðsson 6

Tommy Fredsgaard Nielsen 6

Freyr Bjarnason 5

(69. Jacob Neestrup 5 )

Guðmundur Sævarsson 6

Pétur Viðarsson 6

Hákon Atli Hallfreðsson 6

Atli Guðnason 6

(86. Einar Karl Ingvarsson)

Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins

Ólafur Páll Snorrason 7

(81. Torgeir Motland)

Atli Viðar Björnsson 4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×