Íslenski boltinn

Jóhann B.: Hélt að hásinin hefði slitnað aftur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jóhann B. Guðmundsson hélt að hann hefði slitið sömu hásin og hann fór í aðgerð á í febrúar í gær. Hann var borinn af velli í 1-1 jafnteflinu gegn Fram.

Jóhann fór af velli í fyrri hálfleik og virtist sárþjáður. "Það kom snöggt högg á fótinn á mér og ég hélt að hásinin hefði slitnað," sagði Jóhann við Vísi.

"Þá hefði ég bara hætt þessu og snúið mér að golfinu. En sem betur fer er þetta bara smávægileg tognun. Þetta fer samt að verða frekar þreytt," sagði Jóhann.

Hann missir af bikarleiknum gegn FH á fimmtudaginn og leiknum við Val á sunnudaginn.Hann stefnir á að ná fyrsta leik Keflvíkinga á Sparisjóðsvellinum í Keflavík, gegn FH þann 4. júlí.

"Ég lofa því að þá koma mörkin. Við skorum alltaf mikið á heimavelli," segir Jóhann en Keflvíkingar hafa aðeins skorað átta mörk í átta leikjum í deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×