Fótbolti

Munið þið eftir þessum leikjum Manchester United og Liverpool?

Netmiðilinn Goal.com birti í dag tvær yfirlitsgreinar um fimm flottustu sigra Manchester United á Liverpool og fimm flottustu sigra Liverpool á Manchester United. Liðin mætast á sunnudaginn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar og hefst leikurinn klukkan 12.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Vítið var löglegt hjá Halldóri Orra - myndband

Dómaranefnd KSÍ hefur gefið það formlega út að víti Stjörnumannsins Halldórs Orra Björnsson á móti FH í gær hafi verið fullkomlega löglegt. Halldór hljóp að boltanum en stoppaði rétt áður en hann tók vítið. Dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín dæmdi mark og það var var hárréttur dómur.

Íslenski boltinn

Dómararnir klæðast bleiku á sunnudaginn

Dómarar í leik Vals og Grindavíkur í 17. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna á sunnudaginn mun ekki vera í sínum vanalega svarta dómarabúningi. Dómararnir munu hinsvegar klæðast bleiku til stuðnings brjóstakrabbameinsátaki.

Íslenski boltinn

Evrópudeildin: Liverpool vann og Jóhann Berg skoraði

Fjölmargir leikir fóru fram í Evrópudeild UEFA í kvöld. Helst bar til tíðinda að ensku liðin Liverpool og Manchester City unnu sína leiki og að landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í 2-1 sigri AZ Alkmaar á Sheriff Tiraspol.

Fótbolti

Þórarinn Ingi: Erum ekkert hættir að berjast um titilinn

Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson haltraði um eftir 2-0 sigur ÍBV á Selfossi í kvöld en hann gat verið sáttur við uppskeruna þrátt fyrir meiðslin. Þórarinn meiddist eftir aðeins 20 mínútur og þurfti aðfara útaf eftir hálftíma en hafði engu síður náð því að koma sínum mönnum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik.

Íslenski boltinn

Willum: Kærkominn sigur hjá okkur

„Þetta var langþráður og kærkominn sigur hjá okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Val í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri Keflvíkinga og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu.

Íslenski boltinn