Íslenski boltinn

Lokeren og Lilleström skoðuðu Alfreð í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Blikinn Alfreð Finnbogason er eftirsóttur sem fyrr og skal engan undra miðað við hvernig strákurinn hefur spilað í sumar.

Útsendarar frá belgíska félaginu Lokeren og norska liðinu Lilleström voru mættir á KR-völlinn í gær til þess að fylgjast með Alfreð.

Þeir hafa líklega ekki orðið fyrir vonbrigðum því Alfreð átti afbragðsleik og skoraði einnig mark.

Alfreð er á leið í leikbann í lokaleik Blika og spilar því sinn síðasta leik í sumar um helgina gegn Selfoss. Það verður líklega hans síðasti leikur fyrir Breiðablik í langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×