Íslenski boltinn

Vítið var löglegt hjá Halldóri Orra - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Orri Björnsson hefur skorað úr sjö vítum í sumar.
Halldór Orri Björnsson hefur skorað úr sjö vítum í sumar.
Dómaranefnd KSÍ hefur gefið það formlega út að víti Stjörnumannsins Halldórs Orra Björnsson á móti FH í gær hafi verið fullkomlega löglegt. Halldór hljóp að boltanum en stoppaði rétt áður en hann tók vítið. Dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín dæmdi mark og það var var hárréttur dómur.

"Í tilefni af umræðu sem spannst í kjölfar framkvæmdar Halldórs Orra Björnssonar, leikmanns Stjörnunnar, á vítaspyrnu í leik liðsins gegn FH 16. september sl. vill Dómaranefnd KSÍ árétta eftirfarandi:

Á aukafundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda, sem haldinn var í Zürich 18. maí 2010, var m.a. gerð eftirfarandi breyting á „Túlkun knattspyrnulaganna og leiðbeiningar til dómara" varðandi 14. grein laganna um framkvæmd vítaspyrnu. Breytingin tók gildi um heim allan 1. júní 2010.

Ekkert var því athugavert við framkvæmd leikmannsins á vítaspyrnunni, enda tók hann enga "gabbspyrnu" í lok atrennu sinnar þó hann hafi stöðvað við knöttinn í lok atrennunnar áður en hann spyrnti að marki," segir í frétt á heimasíðu KSÍ.

Það er hægt að skoða vítaspyrnu Halldórs Orra inn á Vísi með því að fara hinn á "Brot frá því besta" á Vísir.is eða með því að smella hér. Markið hans er fyrsta mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×