Fótbolti

Ferguson og BBC grafa stríðsöxina

Manchester United og breska ríkisútvarpið, BBC, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kemur fram að stjóri United, Alex Ferguson, muni aftur gefa kost á sér í viðtöl við fréttamenn BBC.

Enski boltinn

Mata kominn til Chelsea

Juan Mata hefur gengið í raðir Chelsea en það var tilkynnt í gær. Kaupverðið er sagt vera um 23,5 milljónir punda en hann kemur frá Valencia á Spáni.

Enski boltinn

Engin hljóðfæri í stúkunni á KR-vellinum

Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellinum ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima.

Íslenski boltinn

Eyjamenn taka stóra prófið í kvöld

KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir.

Íslenski boltinn

Er þetta hinn fullkomni markvörður? - myndband

Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt marga frábæra markverði sem hafa oftar en ekki átt stórleiki þegar kemur að vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Þýskir verkfræðinemar frá háskóla í Dortmund létu sig dreyma um að búa til hinn fullkomna markvörð og í stuttu máli má segja að þeim hafi tekist það.

Fótbolti

Lyon komið í Meistaradeildina í tólfta skipti

Franska liðið Lyon er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu enn eitt árið eftir 1-1 jafntefli gegn rússneska liðinu Rubin Kazan í Rússlandi í kvöld. Þetta var síðari viðureign liðanna í 4. umferð undankeppninnar.

Fótbolti

Mourinho ekki á förum

Jose Mourinho þvertekur fyrir að það sé eitthvað hæft í þeim sögusögnum um að hann sé að hætta störfum hjá Real Madrid.

Fótbolti

Wenger má vera á bekknum í kvöld

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fengið grænt ljós frá Knattspyrnusambandi Evrópu um að hann megi vera á hliðarlínunni þegar að lilð hans mætir Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Tottenham fær Adebayor

Enska götublaðið Daily Mirror staðhæfir í dag að Tottenham hafi komist að samkomulagi við Manchester City um að fá Emmanuel Adebayor að láni frá City.

Enski boltinn

Barton má ræða við QPR

Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur fengið leyfi frá félaginu til að ræða við QPR um möguleg félagaskipti, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Enski boltinn