Fótbolti

Hallgrímur: Vil taka næsta skref á ferlinum í Hollandi

Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur en Ísland mætir fyrrnefnda liðinu ytra í dag. Hann segist ánægður með að hafa fengið kallið en Fréttablaðið hitti á Hallgrím á hóteli íslenska liðsins í Osló.

Fótbolti

Leikmenn bera líka sök á genginu

Ísland mætir Noregi í undankeppni EM 2012 ytra í kvöld. Rúrik Gíslason, leikmaður Íslands, vorkennir Ólafi Jóhannessyni þjálfara fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið og segir að leikmenn beri líka sök.

Fótbolti

Er Arsene Wenger að safna fyrirliðum hjá Arsenal?

Arsenal var í aðalhlutverki á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Arsene Wenger náði í fimm nýja leikmenn áður en glugginn lokaði. Þrír af þessum fimm leikmönnum eru eða voru fyrirliðar í sínum liðum og þar með eru níu fyrirliðar sem spila með Arsenal-liðinu í dag. Hollendinginn Robin van Persie, sem ber fyrirliðaband Arsenal, er einn þeirra þótt að hann sé ekki fyrirliði síns landsliðs.

Enski boltinn

Forráðamenn Porto pirraðir út í Chelsea

Það virðist hafa farið mikið í taugarnar á forráðamönnum Porto þegar enska knattspyrnufélagið Chelsea náði að landa Andre Villas-Boas, en hann var knattspyrnustjóri Porto á síðustu leiktíð.

Fótbolti

Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið

Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti.

Íslenski boltinn

Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur

Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Kominn tími á erlendan þjálfara

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu.

Íslenski boltinn

Vona að Valsmenn fái pening fyrir mig

Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur að margra mati verið besti leikmaður Vals í sumar, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Valsmenn lánuðu hann í gær til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg en Helsingborg hefur síðan forkaupsrétt á Guðjóni eftir tímabilið.

Íslenski boltinn

Eiður Smári: Grikkir eru skemmtilega blóðheitir

Eiður Smári Guðjohnsen verður í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á móti Norðmönnum í undankeppni EM á morgun. Hann var í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann Stöðvar 2 á æfingu liðsins sem fram fór á gamla heimavelli Stabæk í gær.

Fótbolti

Hangeland um Eið Smára: Er ennþá einstaklega hæfileikaríkur

Brede Hangeland, fyrirliði norska landsliðsins, sparaði ekki hrósið á Eið Smára Guðjohnsen á blaðamannafundi fyrir leik Noregs og Íslands í undankeppni EM sem fer fram í Osló á föstudagskvöldið. Hangeland og Eiður Smári spiluðu saman í sex mánuði með Fulham á síðasta tímabili.

Fótbolti

Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish

Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA.

Íslenski boltinn

Félagsskiptaglugginn er nú lokaður - hverjir fóru hvert

Fjölmörg félagsskipti gengu í gegn í dag en félagsskiptaglugginn lokaði kl. 22 að íslenskum tíma í kvöld. Þetta er ávallt gríðarlega spennandi dagur fyrir knattspyrnuáhugamanninn og ekki síst fyrir knattspyrnufélögin. Vísir tók saman atburðarrásina í dag og má sjá helstu félagsskipti hér að neðan.

Fótbolti

Owen Hargreaves fær eins árs samning hjá Manchester City

Owen Hargreaves er búinn að ganga frá eins árs samning við Manchester City en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá nágrönnunum í Manchester United. Hargreaves var látinn fara frá United eftir að hafa verið meira eða minna meiddur í fjögur ár á Old Trafford.

Enski boltinn