Fótbolti

Rúnar Már: Alltof ódýr mörk

„Það fyrsta sem kemur upp í hugann minn eru hversu ódýr mörk við fengum á okkur í kvöld,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður íslenska U-21 landsliðsins, eftir tapið gegn Englendingum í kvöld.

Fótbolti

Forseti Santos er ekkert að grínast með að fá Pele til spila á ný

Luis Alvaro de Oliveira Ribeiro, forseti Santos frá Brasilíu, er full alvara með baráttu sinni fyrir því að Pele spili einu sinni enn fyrir Santos-liðið. Pele er orðinn 69 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 34 árum en það er enn von um að hann verði með Santos í Heimsmeistarakeppni félagsliða í desember.

Fótbolti

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

Fótbolti

Íslandsbaninn ekki með Norðmönnum á móti Kýpur

Mohammed Abdellaoue, framherji Hannover og norska landsliðsins, verður ekki með liðinu á móti Kýpur í undankeppni EM á þriðjudaginn kemur. Moa eins og hann er jafnan kallaður tryggði norska landsliðinu mikilvægan 1-0 sigur á Íslandi á dögunum. Norðmenn eru í mikilli baráttu við Portúgali og Dani um sæti í úrslitakeppni EM á næsta ári.

Fótbolti

Tvær skyndisóknir skiluðu Norðmönnum sigri í Aserbaídsjan

Norska 21 árs landsliðið vann 2-0 sigur í Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013 en þessi lið eru í sama riðli og Ísland sem mætir Englandi á Laugardalsvellinum seinna í kvöld. Norðmenn eru því með fullt hús á toppi riðilsins eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Íslandi á dögunum.

Fótbolti

Tevez á innkaupalistanum hjá Anzhi í Rússlandi

Forráðamenn rússneska liðsins Anzhi Makhachkala ætla sér að reyna að kaupa vandræðabarnið Carlos Tevez frá Manchester City og vilja tefla Argentínumanninum fram við hlið Samuel Eto'o sem félagið keypti frá Inter Milan í ágúst.

Fótbolti

Jones byrjar mögulega á föstudaginn

Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um leik Englands og Svartfjallalands í undankeppni EM 2012 á föstudaginn og telja líklegt að Phil Jones, leikmaður Manchester United, verði í byrjunarliði enska liðsins.

Enski boltinn