Fótbolti

Japanskt lið á eftir Ronaldinho

Þó svo Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi bætt á sig nokkrum kílóum og virðist ekki hafa allt of mikinn áhuga á fótbolta lengur er enn eftirspurn eftir þjónustu hans.

Fótbolti

Villas-Boas: Hlutirnir eru ekki falla með okkur þessa dagana

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, horfði upp á sína menn ná aðeins jafntefli á móti belgíska liðinu Genk í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik og átti að vera löngu búið að gera út um leikinn þegar Belgarnir jöfnuðu metin í þeim síðari.

Fótbolti

Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins

Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið.

Fótbolti

Kroenke skilur ekkert í stuðningsmönnum Man. Utd

Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke, aðaleigandi Arsenal, skilur ekkert í þeim hópi stuðningsmanna Man. Utd sem mótmæla eigendum Man. Utd, Glazer-fjölskyldunni. Kroenke segir að stuðningsmennirnir eigi frekar að þakka Glazer-fjölskyldunni fyrir þann árangur sem félagið hefur náð síðan fjölskyldan keypti félagið.

Enski boltinn

Arsenal á eftir Podolski

Arsenal er nú sagt vera á höttunum eftir þýska framherjanum Lukas Podolski sem spilar með Köln í heimalandinu. Hermt er að Arsenal ætli sér að bjóða 20 milljónir punda í framherjann.

Enski boltinn

Gerrard frá næstu vikur

Liverpool staðfesti í dag að Steven Gerrard verði frá í óákveðinn tíma eftir að hafa fengið sýkingu í ökklann. Það mun taka hann lengri tíma að jafna sig en í fyrstu var talið.

Enski boltinn

Leikmenn Milan spila fyrir Cassano í kvöld

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, segir að liðið muni spila fyrir framherjann Antonio Cassano í kvöld en þá mætir Milan liði BATE Borisov í Meistaradeildinni. Cassano hefur verið á spítala síðustu tvo daga en hann fékk vægt hjartaáfall.

Fótbolti

Fyrirliði Fylkis farin í Val

Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik.

Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: Loksins eitthvað að gerast í Elokobi-horninu

George Elokobi leikmaður Wolves var samkvæmt venju til umfjöllunnar í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Varnarmaðurinn sterki sýndi fína takta í bikarleik gegn Manchester City á dögunum en fóru Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason yfir þau í þættinum í gær. Fleiri brot úr Sunnudagsmessu gærdagsins er að finna á sjónvarpshlutanum á Vísir.

Enski boltinn