Fótbolti

Rúnar: Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild

Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu.

Íslenski boltinn

Gerrard eignaðist þriðju dótturina

Steven Gerrard og eiginkona hans, Alex, fullkomnuðu þrennuna í gær þegar Alex fæddi stúlkubarn í þriðja skiptið. Stúlkan hefur verið nefnd Lourdes en dóttur Madonnu heitir einmitt sama nafni.

Enski boltinn

Rooney: Ég get spilað allstaðar á vellinum

Wayne Rooney spilaði á miðju Manchester United í 2-0 sigri á rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn kom United-liðinu á topp riðilsins. Rooney skoraði seinna markið þremur mínútum fyrir leikslok en fékk reyndar góða hjálp frá rúmenskum varnarmanni.

Fótbolti

Ekki sannfærandi hjá Manchester United - unnu Galati 2-0

Manchester United vann 2-0 sigur í röð á rúmenska smáliðinu Otelul Galati á Old Trafford í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi sigur skilaði United-liðinu á topp C-riðilsins þar sem að Benfica náði aðeins jafntefli á heimavelli á móti Basel.

Fótbolti

Sigurganga Manchester City hélt áfram - upp í annað sætið

Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á spænska liðinu Villarreal í Meistaradeildinni. City-liðið hefur nú unnið sex leiki í röð í öllum keppnum þar af tvo síðustu leiki sína í Meistaradeildinni. Yaya Touré, sem hafði ekki skorað síðan í bikarúrslitaleiknum á móti í Stoke í vor, skoraði tvö mörk fyrir City-liðið í kvöld.

Fótbolti

Jonas var hársbreidd frá metinu - skoraði eftir 10,6 sek.

Brasilíumaðurinn Jonas skoraði eftir aðeins 10,6 sekúndur í gær fyrir spænska liðið Valencia í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Jonas var nálægt því að bæta metið sem er í eigu Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir þýska liðið Bayern München gegn Real Madrid frá Spáni árið 2007.

Fótbolti

Hjartaaðgerðin hans Redknapp gekk vel

Hjartaaðgerð Harry Redknapp, stjóra Tottenham, gekk vel í dag og er búist við því að Redknapp verði útskrifaður af sjúkrahúsinu eftir 48 tíma. Redknapp stýrir Tottenham-liðinu ekki á móti Rubin Kazan í Rússlandi á morgun og hann fær sinn tíma til að jafna sig.

Enski boltinn

Tekur Roy Keane við Leicester?

Roy Keane er líklegur til þess að taka við liði Leicester í ensku 1. deildinni en forráðamenn liðsins ráku Svíann Sven Göran Eriksson á dögunum. Keane er risastórt nafn í fótboltaheiminum eftir glæstan feril sem leikmaður Manchester United og írska landsliðsins. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi sem knattspyrnustjóri eftir að hafa staldrað frekar stutt við í slíku starfi hjá Sunderland og Ipswich.

Enski boltinn

Ole Gunnar Solskjær orðaður við Blackburn

Ole Gunnar Solskjær stýrði Molde til sigurs á fyrsta ári sínu sem þjálfari liðsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um s.l. helgi. Árangur Norðmannsins hefur ekki farið framhjá neinum enda þekkt nafn á ferðinni og enskir fjölmiðlar á borð við Telegraph leiða að því líkum að Solskjær verði næsti knattspyrnustjóri Blackburn.

Enski boltinn