Fótbolti

Umboðsmaður Tevez: Carlos verður hjá Manchester City fram á sumar

Carlos Tevez er ekkert á förum frá Manchester City í janúarglugganum ef marka má nýtt viðtal við umboðsmanninn hans Kia Joorabchian. City hefur verið í viðræðum við Inter Milan, AC Milan og Paris St Germain en ekkert þeirra er tilbúið að borga þær 25 milljónir punda sem ensku bikarmeistararnir vilja fá fyrir Argentínumanninn.

Enski boltinn

Gjaldþrot blasir við LdB Malmö

Sænska meistaraliðið LdB Malmö, lið Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, á í miklum fjárhagslegum vandræðum þessa stundina. Gjaldþrot blasir við verði ekki brugðist við.

Fótbolti

Ferguson: Ég er undraverk

Sir Alex Feruguson, stjóri Manchester United, er í ítarlegu viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í dag þar sem hann segir frá árunum sínum 25 hjá Manchester United.

Enski boltinn

Leikaraskapur af verstu gerð

Það átti sér stað hreint ótrúlegt atvik í leik Senegal og Miðbaugsgíneu í Afríkukeppninni nú á dögunum. Leikmaður að nafni Narcisse Ekanga Amia gerði sig þá sekan um leikaraskap af verstu gerð.

Fótbolti

AC Milan komið í undanúrslit ítalska bikarsins

AC Milan tryggði sér sæti í undanúrslitum ítalska bikarsins með því að vinna 3-1 sigur á Lazio í átta liða úrslitunum í kvöld. AC Milan mætir Juventus í undanúrslitunum en í hinum leiknum mætast Napoli og Siena.

Fótbolti

Sex leikmenn fjarverandi hjá Barcelona | Iniesta meiddur

Andrés Iniesta verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í bikarleik Barcelona og Real Madrid fyrr í vikunni. Alexis Sanchez meiddist einnig í leiknum og verða því sex leikmenn fjarverandi þegar að liði mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Fótbolti

Balotelli: Ég er ekki skúrkur

Mario Balotelli segir að það hafi ekki verið sanngjarnt að dæma hann í fjögurra leikja bann fyrir að traðka á Scott Parker í leik Manchester City og Tottenham um helgina.

Enski boltinn

Barcelona sló út Real Madrid | 2-2 jafntefli í frábærum leik

Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku.

Fótbolti

Gerrard: Bellamy gerði gæfumuninn í kvöld

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði í báðum leikjunum á móti Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins en Liverpool komst á Wembley eftir 2-2 jafntefli í síðari leik liðanna á Anfield í kvöld. Gerrard skoraði úr vítaspyrnu í báðum leikjum þar á meðal sigurmarkið í fyrri leiknum.

Enski boltinn

Jöfnunarmark Bellamy kom Liverpool á Wembley

Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Manchester City í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 og því 3-2 samanlagt. Liverpool mætir Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff City í úrslitaleiknum sem fer fram á Wembley 26. febrúar næstkomandi.

Enski boltinn