Enski boltinn

Meiðsli Bendtner verri en í fyrstu var talið | Verður lengi frá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nicklas Bendtner verður frá í næstu vikur og jafnvel mánuði eftir að í ljós kom að meiðsli hans í andliti eru verri en í fyrstu var talið.

Bendtner nefbrotnaði í 2-0 sigri sinna manna í Sunderland á Swansea um helgina. Fékk hann þungt högg í andlitið og sagði Martin O'Neill, stjóri liðsins, að hann myndi missa af næstu leikjum liðsins.

„Þetta var aðeins meira en bara nefbrot," sagði O'Neill án þess að tilgreina nákvæmlega hversu alvarleg meiðsli hans væru. „Það er erfitt að meta hversu lengi hann verður frá en það verður í langan tíma."

„Við héldum að hann yrði í góðu lagi og margt sem benti til þess á sunnudagsmorgun. En nú liggur fyrir að hann verður frá í einhverjar vikur sem er mikið áfall fyrir okkur, sem og hann sjálfan. Hann var byrjaður að spila mjög vel."

Connor Wickham kom inn á fyrir Bendtner um helgina og þá er Ji Dong-won, hetja liðsins gegn Manchester City fyrir nokkrum vikum, einnig til taks. Frazier Campbell hefur verið meiddur en er allur að koma til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×