Enski boltinn

Gerrard: Bellamy gerði gæfumuninn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard skorar úr víti í kvöld.
Steven Gerrard skorar úr víti í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði í báðum leikjunum á móti Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins en Liverpool komst á Wembley eftir 2-2 jafntefli í síðari leik liðanna á Anfield í kvöld. Gerrard skoraði úr vítaspyrnu í báðum leikjum þar á meðal sigurmarkið í fyrri leiknum.

„Ég er ánægður fyrir hönd allra þeirra sem tengjast félaginu og ekki síst vegna stuðningsmannanna," sagði Steven Gerrard en Liverpool var að komast í Wembley í fyrsta sinn í sextán ár.

„Craig Bellamy gerði gæfumuninn í kvöld. Hann ógnar alltaf með hraða sínum og við vitum að hann klára sín færi," sagði Gerrard en jöfnunarmark Bellamy tryggði Liverpool jafnteflið og sætið á Wembley.

„Ég tel að Arsenal-liðið hafi vanmetið Birmingham í fyrra og við verðum að sína Cardiff fulla virðingu. Við þurfum að mæta til leiks í úrslitaleikinn alveg eins og við gerðum í kvöld og þá er ég viss um að við vinnum bikarinn," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×