Enski boltinn

Bellamy: Gæti ekki verið betri úrslitaleikur fyrir mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy. Mynd/Nordic Photos/Getty
Craig Bellamy var hetja Liverpool í kvöld en jöfnunarmark hans á móti hans gömlu félögum í Manchester City sá til þess að Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fram fer í Wembley 26. febrúar næstkomandi.

„Ég horfði á Cardiff komast í úrslitaleikinn í gærkvöldi og ég var mjög ánægður fyrir þeirra hönd," sagði Craig Bellamy við BBC.

„Þetta gæti ekki verið betri úrslitaleikur fyrir mig og það stundum fyndið hvernig málin þróast stundum í fótboltanum. Það skipti okkur miklu máli að komast í úrslitaleikinn," sagði Bellamy en hann er velskur og var í láni hjá Cardiff City á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×