Fótbolti

Zenit vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni

Zenit St Petersburg fagnaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni í ár þegar liðið vann 1-0 heimasigur á belgíska liðinu Anderlecht í leik liðanna í C-riðli. Leikurinn var í daufara lagi og vonandi ekki það sem koma skal í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti

Atli Viðar framlengir við FH

Stuðningsmenn FH halda áfram að fá góð tíðindi en FH-ingar hafa sent frá sér fréttatilkynningar í bunkum í þessari viku. Nú er það orðið staðfest að Atli Viðar Björnsson hefur framlengt við félagið.

Íslenski boltinn

Frank de Boer: Höfum ekki leikið vel í keppninni í ár

"Við sönnuðum það gegn Dortmund að við getum staðið okkur vel á útivelli í Meistaradeildinni, og við gerðum það líka í fyrra gegn Real Madrid. Við höfum ekki leikið vel í keppninni í ár og við náum engum árangri ef það breytist ekki,“ sagði Frank de Boer, þjálfari hollenska meistaraliðsins Ajax á blaðamannafundi í gær en hann mætir Englandsmeistaraliði Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Poulsen: Feginn að Silva spilar ekki

Ajax fær það erfiða verkefni í kvöld að taka á móti Man. City í Meistaradeildinni. Daninn Christian Poulsen, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Ajax, er feginn að David Silva skuli ekki spila með City í leiknum.

Fótbolti

Nani verður ekki seldur í janúar

Fjölmörg stórlið í Evrópu eru á tánum þessa dagana vegna Portúgalans Nani. Staða hans hjá Man. Utd er sögð vera ótrygg og lengi verið rætt að hann verði seldur frá félaginu í janúar.

Enski boltinn

Menn gætu verið reknir fyrir kynþáttaníð

Sú hugmynd svartra knattspyrnumanna á Englandi að stofna sín eigin leikmannasamtök fer ekki vel í samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi sem ætla að spyrna við fótum og reyna að koma í veg fyrir klofning úr sambandinu.

Enski boltinn

Kagawa meiddur á hné

Japanski landsliðsmaðurinn Shinji Kagawa meiddist í leik Man. Utd og Braga í gær. United bíður nú eftir að heyra hversu alvarleg meiðslin eru.

Enski boltinn

Heimir: Ferguson var hugrakkur og breytti rétt

Manchester United lenti í kröppum dansi í gærkvöld þegar liðið lenti 2-0 undir gegn Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Enska liðið snéri taflinu sér í hag og landaði 3-2 sigri á Old Trafford í Manchester. Þorsteinn J. fór yfir alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Heimir hrósaði Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United fyrir það hugrekki að viðurkenna að það sem hann hafði lagt upp með fyrir leikinn var ekki að virka.

Fótbolti

Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart

Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins.

Fótbolti

Sagan með stelpunum

Úkraína þarf að komast í gegnum tvo múra til að "stela“ EM-farseðlinum af stelpunum okkar í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum á morgun.

Íslenski boltinn

Edda: Var ekki sú dömulegasta og ekki sú grennsta

Edda Garðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu geta tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Valtýr Björn Valtýsson hitti hana á æfingu kvennalandsliðsins, spurði hana út í pistil sinn um útlitsdýrkun hjá íþróttakonum og saman ræddu þau síðan um útlit og heilsu íþróttamanna.

Íslenski boltinn

United búið að lenda átta sinnum 0-1 undir í tólf leikjum

Manchester United þekkir það orðið vel að lenda 0-1 undir og koma til baka í leikjum sínum en liðið vann enn einn endurkomusigur í kvöld með því að snúa 0-2 stöðu í 3-2 sigur á móti Braga í Meistaradeildinni. Þetta var í áttunda sinn í tólf leikjum sem United lendir 0-1 undir í leik á tímabilinu.

Fótbolti

Aron Einar með sigurmark Cardiff á síðustu stundu

Aron Einar Gunnarsson var hetja Cardiff í ensku b-deildinni í kvöld. Aron Einar kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok og skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótatíma. Cardiff vann Watford 2-1 og er nú við hlið Leicester á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Jordi Alba með sigurmark Barca í uppbótartíma

Celtic kom á óvart með frábærri frammistöðu sinni á Nývangi í kvöld og var grátlega nálægt því að ná í stig út úr leiknum. Jordi Alba skoraði sigurmark Barcaelona á fjórðu mínútu í uppbótartíma og tryggði spænska liðinu nauman en sanngjarnan 2-1 sigur.

Fótbolti

Shakhtar Donetsk vann Chelsea

Shakhtar Donetsk sýndi styrk sinn í kvöld með því að vinna 2-1 sigur á Evrópumeisturum Chelsea í Úkraínu. Shakhtar Donetsk er því komið með þriggja stiga forskot á Chelsea á toppi E-riðilsins.

Fótbolti

Manchester United lenti 0-2 undir en vann samt

Javier Hernández stimplaði sig inn í tímabilið með því að skora tvö mörk í 3-2 endurkomu sigri Manchester United á Braga í leik liðanna í Meistaradeildinni á Old Trafford í kvöld. United lenti 0-2 undir eftir tuttugu mínútur en kom til baka og Javier Hernández tryggði liðinu þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni með sínu öðru marki í leiknum.

Fótbolti

Kristján Gauti verður áfram hjá FH

Kristján Gauti Emilsson, fyrrum leikmaður Liverpool, verður áfram í herbúðum FH-inga næsta sumar en FHingar.net, stuðningsmannasíða FH-liðsins, staðfesti í dag að Kristján Gauti væri búinn að gera eins árs samning við félagið.

Íslenski boltinn

KR vill lækka laun leikmanna

Forráðamenn KR í knattspyrnu karla eiga nú í viðræðum við leikmenn liðsins um að breyta samningum þeirra við félagið. KR vill tengja launagreiðslur meira við þann árangur sem næst inni á vellinum.

Íslenski boltinn