Enski boltinn

Lampard gæti misst af leiknum gegn Man. Utd

Það mun væntanlega skýrast á morgun hvort Frank Lampard geti leikið í stórleiknum gegn Man. Utd um helgina. Lampard meiddist í Meistaradeildarleik Chelsea í gær.

Miðjumaðurinn haltraði af velli eftir aðeins 15 mínútur í tapinu gegn Shaktar Donetsk. Meiðsli í kálfa tóku sig upp á nýjan leik en hann missti meðal annars af síðustu landsleikjum vegna meiðslanna.

John Terry verður ekki með um helgina þar sem hann er í banni og það er því nokkuð högg fyrir liðið ef það missir líka Lampard.

Lampard fer í rannsóknir vegna meiðslanna í dag en niðurstöður munu ekki liggja fyrir fyrr en á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×