Fótbolti

Chicharito afgreiddi Aston Villa

Javier Hernandez var hetja Manchester United en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Aston Villa eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Villa komst 2-0 yfir í leiknum.

Enski boltinn

Inter setti Sneijder í twitter-bann

Hollenski fótboltamaðurinn Wesley Sneijder hefur verið að glíma við meiðsli síðan í lok september og hefur því getað einbeitt sér að öðrum hlutum eins og skrifa inn á twitter-síðu. Forrráðamenn Internazionale er ekki ánægðir með það og hafa nú bannað Hollendingnum að tjá sig inn á samskiptasíðunni.

Fótbolti

Di Matteo: Liverpool-grýla í herbúðum Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, viðurkennir að Liverpool-grýla sé búin að koma sér fyrir á Stamford Bridge en liðin mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það gerði ítalski stjórinn á blaðamannafundi fyrir leikinn enda talar tölfræðin sínu máli.

Enski boltinn

Fékk langt bann fyrir agabrot

Yann M'Vila má ekki spila með franska landsliðinu næstu tvö árin eftir að hann fór út að skemmta sér skömmu fyrir leik með U-21 landsliðinu.

Fótbolti

Mata aftur nógu góður fyrir spænska landsliðið

Juan Mata hefur farið á kostum með Chelsea-liðinu á þessu tímabili en missti engu að síður sæti sitt í spænska landsliðinu í haust. Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, valdi hann hinsvegar aftur í landsliðshóp sinn fyrir æfingaleik á móti Panama í næstu viku.

Enski boltinn

Stelpurnar mæta Noregi í fyrsta leik á EM 2013

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti með tveimur góðkunningjum í riðli þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð í kvöld. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009.

Fótbolti

Eggert lánaður til Charlton í 28 daga

Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson mun spila með Charlton næstu 28 daga eftir að lið hans Wolverhampton Wanderers ákvað að lána hann til Lundúnafélagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Charlton. SkySports segir að um neyðarlán sé að ræða.

Enski boltinn

Ronaldo: Messi með betri ímynd en ég

Cristiano Ronaldo, sem í vikunni kvartaði undan sífelldum samanburði við Lionel Messi, segir að Argentínumaðurinn sé vinsælli vegna þess að hann sé með betri ímynd inn á vellinum.

Fótbolti

Aron klár í slaginn í kvöld

AGF, lið Arons Jóhannssonar, mætir Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en Aron skoraði einmitt fræga fernu gegn þessu sama liði fyrr í haust.

Fótbolti

Edda: Enginn vill fá Þýskaland

Dregið verður í riðla fyrir EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Ísland verður vitanlega með í pottinum en drátturinn hefst klukkan 17.30 í dag.

Fótbolti

Jóhann aftur til Þórs

Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Þórs á Akureyri og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Íslenski boltinn

Kaupin á Leeds að ganga í gegn

Samkvæmt fréttavef BBC er stutt í að gengið verið frá yfirtöku á enska B-deildarliðinu Leeds United. Hópur fjárfesta frá miðausturlöndum er sagður vera kaupandinn.

Enski boltinn