Fótbolti

Riise og Pedersen rappa um íþróttanammi

Norsku knattspyrnumönnunum John Arne Riise og Morten Gamst Pedersen er greinilega margt til lista lagt en þeir hafa slegið í gegn í norskri sjónvarpsauglýsingu ásamt félaga þeirra í norska landsliðinu, Erik Huseklepp.

Fótbolti

Svona á að fagna marki

Eldri maður stal senunni á leik Lincoln City og Tamworth á dögunum. Þá sýndi gamli maðurinn ungu kynslóðinni hvernig á að fagna marki.

Enski boltinn

Mourinho: Ég er frábær þjálfari

Sjálfstraust hefur ekki verið einn af veiku hlekkjunum hjá portúgalska þjálfaranum José Mourinho sem þjálfar Real Madrid. Það hefur gustað um Mourinho hvert sem hann fer en alltaf skilar hann titlum í hús.

Fótbolti

Guardiola: Ein mistök gætu kostað okkur deildina eða Meistaradeildina

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að hans menn megi ekki gera nein mistök ætli þeir sér að endurtaka leikinn frá 2009 þegar Barcelona vann þrefalt. Barcelona er búið að minnka forskot Real Madrid í fjögur stig á toppi spænsku deildarinnar, mætir Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar og mætir Athletic Bilbao í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti

Byrjað að slá Laugardalsvöllinn - styttist í fyrsta leik

Íslandsmótið í fótbolta er á næsta leyti en Pepsi-deild karla hefst 6. maí næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að menn séu farnir að undirbúa Laugardalsvöllinn fyrir knattspyrnusumarið og að grasið hafi verið slegið í fyrsta sinn í gær.

Fótbolti

Næsti leikur Iniesta verður hans 400. fyrir Barcelona

Andres Iniesta vantar nú aðeins einn leik upp á að spila 400 leiki fyrir Barcelona og tímamótaleikurinn gæti komið á móti Levante í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Iniesta er 27 ára gamall en lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona í október 2002.

Fótbolti

Hvers vegna bendir Ronaldo á lærið á sér þegar hann fagnar?

Cristiano Ronaldo hefur skorað 40 mörk á leiktíðinni fyrir Real Madrid í spænska fótboltanum – einu meira en Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona. Portúgalinn Ronaldo skoraði þrennu í 4-1 sigri Real Madrid í grannaslagnum gegn Atlético Madrid þar sem að annað mark hans í leiknum var stórkostlegt. Fögnuður Ronaldo eftir það mark vakti einnig athygli en þar dróg hann upp aðra skálmina á stuttbuxunum og benti á olíuborinn lærvöðvann á hægri fæti.

Fótbolti

Solbakken rekinn frá Köln | 26 þjálfarar á 25 árum

Ståle Solbakken var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari þýska fótboltaliðsins Köln en hinn 44 ára gamli Norðmaður tók við liðinu s.l. sumar. Solbakken náði frábærum árangri sem þjálfari danska liðsins FC Köbenhavn en forráðamenn Kölnar voru ekki sáttir við árangur liðsins á tímabilinu.

Fótbolti

Kolbeinn: Allt annað að spila verkjalaus

Kolbeinn Sigþórsson er kominn til baka eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann er laus við alla verki í fyrsta sinn í langan tíma og spilar væntanlega fyrstu landsleikina undir stjórn Lars Lagerbäck í maí.

Fótbolti

Viðurkenndi að hafa skorað mark með hendinni

Það er enginn skortur á óheiðarlegum knattspyrnumönnum sem svífast einskis til þess að hjálpa sínu liði með leikaraskap og öðrum óheiðarlegum brögðum. Þýski knattspyrnumaðurinn Marius Ebbers hjá St. Pauli er svo sannarlega ekki einn þeirra.

Fótbolti

Innkaupalistinn hjá Chelsea | Roman ætlar að eyða 50 milljörðum

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, gerir sér fulla grein fyrir því að hann þarf að endurnýja leikmannahópinn hjá Chelsea fyrir næsta tímabil. Daily Mail slær því upp að rússneski eigandinn sé tilbúinn í að eyða 247 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar en það gera um 50 milljarðar íslenskra króna.

Enski boltinn

Fylkir samdi við írskan varnarmann

Írski varnarmaðurinn David Elebert gekk í dag til liðs við Fylki eftir að hafa staðist læknisskoðun nú síðdegis. Hann er 26 ára varnarmaður sem býr yfir talsverðri reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

Íslenski boltinn

Comolli rekinn frá Liverpool

Damien Comolli er hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í morgun en fullyrt er í enskum fjölmiðlum að óánægja ríki um hans stör fá leikmannamarkaðnum.

Enski boltinn