Fótbolti

Moyes: Missti af Hazard

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að hann hafi misst af því að klófesta Eden Hazard þegar hann var yngri hjá Lille í Frakklandi. Belginn leikur í dag hjá Chelsea en hann var keyptur á 32 milljónir punda í sumar.

Enski boltinn

Liverpool á eftir Sneijder?

Liverpool mun hafa lagt fram 9,5 milljóna tilboð í Hollendinginn Wesley Sneijder, leikmann Inter. Sneijder er að öllum líkindum á leið frá Inter en hann hefur lítið sem ekkert leikið með liðinu í haust.

Enski boltinn

Nani ekki á förum frá Man Utd

Portúgalski vængmaðurinn Nani er ekki að förum frá Manchester United ef marka má orð knattspyrnustjórans, Sir Alex Ferguson. Nani, sem er 26 ára gamall, hefur ekki oft verið í byrjunarliði United það sem af er leiktíðar og er sagður óánægður á Old Trafford.

Enski boltinn

Sigur hjá Emil og félögum

Emil Hallfreðsson og félagar hans í Hellas Verona unnu í dag góðan heimasigur gegn Modena í ítölsku B-deildinni. Leikurinn lyktaði með 3-1 sigri Hellas Verona.

Enski boltinn

Lampard: Við vorum heppnir

Frank Lampard var hetja Chelsea í sigri liðsins gegn Everton á útivelli í dag. Hann skoraði bæði mörk Chelsea sem er búið að vinna þrjá leiki í röð.

Enski boltinn

Ba í samningaviðræður við Chelsea

Demba Ba er líklega á leiðinni til Chelsea en hann mun hitta fulltrúa félagsins innan skamms samkvæmt heimildum Sky Sports. Ba er með klásúlu í samningi sínum við Newcastle um að hann geti farið frá félaginu fyrir 7 milljónir punda og Chelsea virðist hafa nýtt sér það.

Enski boltinn

Buðu 205 milljónir punda í Messi

Samkvæmt heimildum The Sun þá mun rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala hafa nýtt sér klásúlu í samningi Lionel Messi og boðið 205 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fótbolti

Llorente á förum frá Bilbao

Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente hefur staðfest að hann sé á förum frá Athletic Bilbao. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið Juventus að undanförnu og þykir nú líklegt að hann yfirgefi uppeldisklúbbinn sinn.

Fótbolti

Rodgers veikur – Missir af leiknum gegn QPR

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, mun missa af leik Liverpool gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag vegna veikinda. Rodgers er að glíma við veikindi sem hafa verið að ganga í herbúðum Liverpool að undanförnu og verður því ekki á hliðarlínunni í dag.

Enski boltinn

Suarez með tvö mörk í sigri Liverpool

Liverpool vann öruggan 3-0 sigur gegn QPR í lokaleik 20. umferða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool gekk frá leiknum á fyrsta hálftímanum því Louis Suarez var búinn að skora tvívegis eftir um 15 mínútur og Daniel Agger bætti við þriðja markinu á 28. mínútu.

Enski boltinn

Barcelona vill fá 11 ára undrabarn

Barcelona er alltaf að leita að nýjum Lionel Messi og hver veit nema félagið sé búið að finna hann í Brasilíu. Þar er nefnilega 11 ára undrabarn að slá í gegn.

Fótbolti

West Ham vill halda Allardyce

Það er mikil ánægja með störf Sam Allardyce hjá West Ham og stjórnarformaður félagsins, David Gold, hefur gefið í skyn að Allardyce muni fá nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn

Walcott lærir af Henry

Þó svo það hafi ekki gengið enn sem komið er hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, að fá Theo Walcott til þess að skrifa undir nýjan samning þá verður hann ekki sakaður um að reyna ekki allt sem hann getur.

Enski boltinn

Muamba fór á kostum í dansþætti

Fabrice Muamba, sem fór í hjartastopp í viðureign Bolton gegn Tottenham í FA bikarnum á síðustu leiktíð, sýndi frábær tilþrif í dansþættinum „Strictly come dancing" á BBC1 á dögunum.

Enski boltinn

Wenger um Ferguson: Það eiga að gilda sömu reglur um alla

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að allir knattspyrnustjórar eiga að fá refsingu gangi þeir of langt í aðfinnslum sínum við dómara. Það hefur vakið mikla athygli að Sir Alex Ferguson komst upp með mikil mótlæti á hliðarlínunni í 4-3 sigri Manchester United á Newcastle um síðustu helgi.

Enski boltinn