Enski boltinn

Jafntefli á Villa Park

Tíu leikmenn Aston Villa héldu út og náðu jafntefli á heimavelli gegn Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1.

Enski boltinn

Eigandi Arsenal: Ég vil vinna titla

Stan Kroenke, aðaleigandi Arsenal, hefur neyðst til þess að gefa frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að markmið félagsins sé að vinna titla. Það er einkennilegt að eigendur stórliðs þurfi að gera slíkt.

Enski boltinn

Nani verður ekki seldur í janúar

Fjölmörg stórlið í Evrópu eru á tánum þessa dagana vegna Portúgalans Nani. Staða hans hjá Man. Utd er sögð vera ótrygg og lengi verið rætt að hann verði seldur frá félaginu í janúar.

Enski boltinn

Menn gætu verið reknir fyrir kynþáttaníð

Sú hugmynd svartra knattspyrnumanna á Englandi að stofna sín eigin leikmannasamtök fer ekki vel í samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi sem ætla að spyrna við fótum og reyna að koma í veg fyrir klofning úr sambandinu.

Enski boltinn

Kagawa meiddur á hné

Japanski landsliðsmaðurinn Shinji Kagawa meiddist í leik Man. Utd og Braga í gær. United bíður nú eftir að heyra hversu alvarleg meiðslin eru.

Enski boltinn

Aron Einar með sigurmark Cardiff á síðustu stundu

Aron Einar Gunnarsson var hetja Cardiff í ensku b-deildinni í kvöld. Aron Einar kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok og skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótatíma. Cardiff vann Watford 2-1 og er nú við hlið Leicester á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Hendry handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Fyrrum fyrirliði skoska landsliðsins, Colin Hendry, mátti gera sér það að góðu að dúsa í steininum um helgina eftir að átök urðu á heimili hans. Hann var handtekinn eftir að hafa lagt hendur á unnustu sína.

Enski boltinn

Bjóða félögum í Man. City klúbbnum frítt til Manchester

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet tilkynnti nýverið að félagið myndi hefja beint flug frá Keflavík til Manchester í Bretlandi. Af því því tilefni fengu nokkrir forsprakkar stuðningsmannaklúbbs Manchester City á Íslandi fría flugmiða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Enski boltinn