Enski boltinn

Leikmenn QPR sagðir hafa brotið agareglur í Dubai

Redknapp trúir ekki fylleríssögunum.
Redknapp trúir ekki fylleríssögunum.
Harry Redknapp, stjóri QPR, neitar fréttum af agaleysi í sínu liði en Daily Mirror heldur því fram að þrír leikmanna liðsins hafi dottið rækilega í það í æfingaferðalagi liðsins til Dubai í síðasta mánuði.

Lið QPR nýtti smá frí um daginn til þess að fara til Dubai og þrír ónefndir leikmenn liðsins eiga að hafa misnotað traustið sem þeir fengu. Vitni segir að partíið hafi helst minnt á steggjaveislu.

Redknapp og þjálfaraliðið var ekki á sama hóteli og leikmennirnir.

"Ef eitthvað gerðist þá fór það fram hjá mér. Ég trúi ekki þessum sögum," sagði Redknapp í viðtali við blaðið.

Einn leikmaður liðsins er í viðtali en hann þorði ekki að koma fram undir nafni.

"Við nýttum þessa viku til þess að vinna úr vandamálum okkar. Það voru allir með í því. Þetta endaði þó sem frí og við hefðum líklega frekar átt að vera á hóteli í London. Sumir leikmenn fóru út á kvöldin og komu jafnvel ekki heim fyrr en 5 um nóttina. Voru svo mættir á æfingu klukkan 8."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×