Enski boltinn

Suarez með sýningu

Suarez fagnar í dag.
Suarez fagnar í dag.
Liverpool komst upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 0-4, á Wigan. Leikurinn var búinn í hálfleik.

Liverpool var ekki lengi að komast yfir. Coutinho lék varnarmenn Wigan grátt. Sendi boltann fyrir þar sem Downing var einn á auðum sjó og gat ekki annað en skallað boltann í netið.

Coutinho var í miklu stuði í dag og hann lagði upp seinna markið fyrir Luis Suarez. Fullkomin sending á Suarez sem kláraði færið vel.

Suarez skoraði svo annað mark fyrir hlé. Það mark kom beint úr aukaspyrnu. Hafði viðkomu í varnarmann og þaðan í netið. Liverpool búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik.

Suarez var þó ekki hættur því hann fullkomnaði þrennuna í upphafi síðari hálfleik. Mögnuð frammistaða hjá honum og hans þriðja þrenna á innan við einu ári.

Suarez hefur í heildina skorað þrjár þrennur á útivelli í deildinni. Aðeins Michael Owen (5) og Wayne Rooney (4) státa af betri árangri í þeirri deild.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×