Enski boltinn

Þrenna frá Kagawa og Man. Utd að stinga af

Kagawa fagnar í dag.
Kagawa fagnar í dag.
Forskot Man. Utd á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er aftur orðið fimmtán stig. Man. Utd vann heimasigur gegn Norwich í dag án þess að hafa mikið fyrir því.

Leikur United í fyrri hálfleik var ekki burðugur. Leikurinn hægur og lítt að gerast. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks er liðið komst yfir.

Valencia með sendingu fyrir. Boltinn til Van Persie og þaðan datt hann fyrir fætur Kagawa sem var í dauðafæri og gat ekki annað en skorað.

Japaninn var ekki hættur því hann skoraði annað mark í síðari hálfleik eftir frábæran undirbúning frá Wayne Rooney. Hann varð þar með fyrsti Japaninn sem nær því að skora tvö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni.

Kagawa hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð því hann fullkomnaði þrennuna skömmu fyrir leikslok. Aftur eftir sendingu frá Rooney.

Rooney lét ekki tvær stoðsendingar duga því hann skoraði glæsilegt mark með skoti utan teigs á 90. mínútu.

Ef Rafa Benitez, stjóri Chelsea, hélt að hann hefði róað einhverjar öldur með síðustu ummælum þá voru það mikil mistök. Stuðningsmenn Chelsea héldu uppi grimmum mótmælum í hans garð áfram í dag.

Þrátt fyrir það vann Chelsea fínan sigur þar sem Demba Ba var á skotskónum.

Úrslit:

Chelsea-WBA  1-0

1-0 Demba Ba (27.).

Everton-Reading  3-1

1-0 Maroane Fellaini (42.), 2-0 Steven Pienaar (59.), 3-0 Kevin Mirallas (65.), 3-1 Hal Robson-Kanu (84.)

Man. Utd-Norwich  4-0

1-0 Shinji Kagawa (45.+1), 2-0 Shinji Kagawa (75.), 3-0 Shinji Kagawa (87.), 4-0 Wayne Rooney (90.)

Southampton-QPR  1-2

0-1 Loic Remy (13.), 1-1 Gaston Ramires (45.+1), 1-2 Jay Bothroyd (76.)

Stoke-West Ham  0-1

0-1 Jack Collison (45.+4)

Sunderland-Fulham  2-2

0-1 Dimitar Berbatov, víti (16.), 0-2 Sascha Riether (33.), 1-2 Craig Gardner, víti (37.), 2-2 Stephane Sessegnon (70.)

Swansea-Newcastle  1-0

1-0 Luke Moore (84.).

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×