Enski boltinn

Zola útilokar ekki að taka við Chelsea

Enskir fjölmiðlar velta upp ýmsum nöfnum þessa dagana sem gæti tekið við Chelsea-liðinu af Rafa Benitez í sumar og jafnvel fyrr. Virðast fyrrum leikmenn liðsins koma þar sterklega til greina.

Gus Poyet var í umræðunni í gær og svo í dag er rætt um Gianfranco Zola sem er núna stjóri hjá Watford þar sem honum gengur vel.

"Ég er náttúrulega goðsögn hjá félaginu og geri mér grein fyrir því að ég er hátt skrifaður hjá fólki í félaginu. Mér þykir líka afar vænt um félagið. Ég veit ekki hvað framtíðin mun bera í skauti sér," sagð Zola sem er að reyna að koma Watford aftur upp í úrvalsdeild og gengur það vel. Liðið er í öðru sæti ensku B-deildarinnar.

"Ég elska líka það sem ég er að gera hjá Watford. Þar líður mér vel. Nú mun ég hjálpa því félagi og svo sjáum við hvað setur en núna þarf ég að einbeita mér að Watford."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×