Enski boltinn

Ancelotti mun gefa Terry frí

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, staðfesti eftir leikinn gegn Hull í kvöld að hann muni gefa John Terry frí ef Terry telur sig þurfa á fríi að halda til þess að bjarga hjónabandi sínu. Ancelotti sagði þó að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um slíkt líkt og einhverjir fjölmiðlar héldu fram í dag.

Enski boltinn

Benjani til Sunderland

Sunderland fékk mikinn liðsstyrk í dag þegar enska úrvalsdeildin gaf grænt ljós á að framherjinn Benjani mætti fara að láni til félagsins frá Man. City.

Enski boltinn

Terry ráðlagt að halda kjafti

Fjölmiðlafulltrúi John Terry hefur ráðlagt leikmanninum að tjá sig alls ekki við fjölmiðla um kynlífshneykslið, sem skekur líf hans þessa dagana, fyrr en hann hafi rætt málin við Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands.

Enski boltinn

Redknapp: Keane mun snúa aftur til Tottenham

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham er sannfærður um að írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane sem félagið lánaði til Celtic á lokadegi félagsskiptagluggans í gær muni snúa aftur til Lundúnafélagsins að lánstímanum loknum.

Enski boltinn

Ferguson: Engin eftirsjá yfir því að hafa selt Beckham

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og þegar hann var inntur eftir því hvort að hann hafi einhvern tímann séð eftir því að hafa selt David Beckham frá United, til Real Madrid á 25 milljónir punda, þá lá ekki á svari.

Enski boltinn

Beckham: Manchester United var mín fyrsta ást

Stórstjarnan David Beckham býr sig nú undir að snúa aftur á Old Trafford, heimavöll uppeldisfélagssins Manchester United, þegar að núverandi félag hans AC Milan mætir enska félaginu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Enski boltinn

Drogba og Kalou klárir í slaginn með Chelsea í kvöld

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni þegar Hull tekur á móti toppliði Chelsea á KC-leikvanginum í Hull. Chelsea getur með sigrinum náðu fjögurra stiga forskoti á Englandsmeistara Manchester United á toppi deildarinnar en Hull þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda í harðri fallbaráttu en liðið er sem stendur í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn