Enski boltinn

Middlesbrough samþykkir kauptilboð City í Johnson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Adam Johnson.
Adam Johnson. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er enska b-deildarfélagið Middlesbrough búið að samþykkja kauptilboð Manchester City í kantmanninn Adam Johnson.

Talið er að Johnson sé nú að gangast undir læknisskoðun í Manchester áður en hann gengur formlega frá félagsskiptum sínum til City.

Hinn 22 ára gamli Johnson hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Chelsea undanfarnar vikur en nú virðist City vera búið að landa þessum fyrrum u-21 árs landsliðsmanni Englands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×