Enski boltinn

Mancini: Bridge er til í að spila

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að Wayne Bridge sé meira en til í að spila fótbolta í stað þess að velta sér upp úr kynlífshneykslinu sem hefur tröllriðið öllu á Bretlandseyjum síðustu daga.

Enski boltinn

Reina: Hugsum nú bara um að vinna Everton

Markvörðurinn Pepe Reina hjá Liverpool segir liðið einungis vera að hugsa um einn leik í einu og segir engu máli skipta hvernig liðið fari að því að vinna leikina svo framalega sem að þrjú stig skili sér í hús.

Enski boltinn

AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi.

Enski boltinn

Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt

Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007.

Enski boltinn

James: Vil bara standa mig vel og fara svo á HM

Enski landsliðsmarkvörðurinn David James hjá Portsmouth er í sérstakri stöðu þar sem hann er með klausu í samningi sínum við félagið að ef hann spili 25 leiki eða fleiri á þessu tímabili þá þurfi félagið að bjóða honum nýjan og betri samning.

Enski boltinn

Grant gripinn glóðvolgur á „nuddstofu“

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth hefur staðið í ströngu, bæði innan vallar sem utan, síðan hann var ráðinn til félagsins. Portsmouth situr sem fastast á botni deildarinnar og fjárhagsvandræði félagsins virðast engan endi ætla að taka.

Enski boltinn

Benitez: Babel getur nú einbeitt sér að fótboltanum

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur enn tröllatrú á því að Ryan Babel geti sýnt hvað í honum býr á þessu tímabili en leikmaðurinn hefur í raun aldrei náð að festa sig almennilega í sessi á Anfield síðan hann kom til félagsins á 11,5 milljónir punda frá Ajax sumarið 2007.

Enski boltinn

Grant fer afar fögrum orðum um Hermann

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Fulham tekur á móti Portsmouth. Hermann Hreiðarsson getur ekki leikið með Portsmouth í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Manchester City á dögunum og knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth segir að vinstri bakvarðarins verði vissulega sárt saknað og hrósar honum í hástert.

Enski boltinn