Enski boltinn

Reina: Hugsum nú bara um að vinna Everton

Ómar Þorgeirsson skrifar
Pepe Reina.
Pepe Reina. Nordic photos/AFP

Markvörðurinn Pepe Reina hjá Liverpool segir liðið einungis vera að hugsa um einn leik í einu og segir engu máli skipta hvernig liðið fari að því að vinna leikina svo framalega sem að þrjú stig skili sér í hús.

Liverpool hefur ekki tapað í síðustu sex deildarleikjum sínum og er að skriða hægt og rólega upp stigatöfluna en liðið mætir Everton í grannaslag á Anfield-leikvanginum á morgun.

„Þetta er risaleikur fyrir okkur og þar sem við spilum á heimavelli þá vitum við að stuðningsmenn okkar geta hjálpað okkur að ná hagstæðum úrslitum. Við tökum bara einn leik í einu og eina markmiðið okkar er að vinna næsta leik. Við hugsum nú bara um að vinna Everton.

Það skiptir ekki máli hvernig við förum að því svo framarlega sem við vinnum leikinn. Það er alltaf hægt að tala um mikilvægi þess að bæta leik sinn og spila vel en þegar upp er staðið eru það úrslit leiksins sem skipta máli," segir Reina í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×