Enski boltinn

Saha verður áfram hjá Everton - semur til tveggja ára

Ómar Þorgeirsson skrifar
Louis Saha.
Louis Saha. Nordic photos/Getty

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Louis Saha sé búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Everton en núgildandi samningur hans átti að renna út í sumar.

Saha hefur verið í fínu formi með Everton undanfarið og er þegar búinn að skora 11 mörk í deildinni og félög á borð við Roma, Besiktas og Bordeaux voru að fylgjast náið með gangi mála hjá framherjanum í von um að geta fengið hann á frjálsri sölu til sín næsta sumar.

Talið er að hinn 31 árs gamli Saha fái í kringum 60 þúsund pund á viku fyrir nýja samninginn sem gildir til loka leiktíðar sumarið 2012 og verður formlega undirritaður á næstu dögum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×