Enski boltinn

Forráðamenn Man. City svara Real Madrid fullum hálsi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fernando Gago.
Fernando Gago.

Dramatíkin í kringum félagaskiptin sem aldrei urðu hjá Fernando Gago halda áfram því Man. City hefur svarað ásökunum Madridarliðsins.

Jorge Valdano hjá Real gagnrýndi vinnubrögð Man. City í málinu harkalega. Sagði þau glórulaus og að aldrei hefði verið tími til þess að ganga frá málinu.

Sagði Valdano að City hefði ekki einu sinni náð samkomulagi við leikmanninn sjálfan.

Í yfirlýsingu frá City í dag kemur fram að ekkert óeðlilegt sé við að þeir hafi ekki samið við Gago. Það hafi einfaldlega verið ólöglegt.

Því voni Man. City að Real Madrid sé ekki þannig félag sem brjóti reglur FIFA vísvitandi.

Þó svo ekki hafi tekist að selja Gago í janúar er talið næsta víst að hann yfirgefi félagið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×